Körfubolti

Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damian Lillard ætlaði að vinna titilinn við hlið Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks en svo fór nú ekki.
Damian Lillard ætlaði að vinna titilinn við hlið Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks en svo fór nú ekki. Getty/ John Fisher

Körfuboltamaðurinn Damian Lillard er í mjög sérstakri stöðu eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok við NBA körfuboltafélagið Milwaukee Bucks.

Lillard sleit hásin í úrslitakeppninni og missir af þeim sökum af næsta tímabili. Bucks ákvað í vikunni að kaupa upp samninginn hans en málið var að Lillard átti eftir fimm ára af þeim samningi.

Það þekkist að leikmenn séu keyptir út úr samningum þegar þeir eiga eitt eða tvö ár eftir en ekki þegar fimm ár eru eftir af samningum. Þetta var heldur engin smásamningur heldur einn sá stærsti í NBA deildinni.

Lillard getur núna leitað sér að nýju félagi en jafnframt að hann er öruggur með 22,5 milljónir dollara á hverju ári næstu fimm árin.

Jú Milwaukee Bucks mun borga honum 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu.

Lillard mun eyða næsta tímabili í það að ná sér af meiðslunum og svo ætti hann að geta valið úr liðum fyrir 2026-27 tímabilið.

Hann verður þá orðinn 36 ára gamall en ætti engu að síður að verða eftirsóttur fyrir lið sem getur fengið hann fyrir lítið þar sem Lillard er þegar öruggur með vænan launaseðil.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×