Fótbolti

Hita upp fyrir HM með úr­slita­leik um Gullbikarinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Diego Luna og Raul Jimenez skutu Bandaríkjunum og Mexíkó áfram í úrslitaleikinn.
Diego Luna og Raul Jimenez skutu Bandaríkjunum og Mexíkó áfram í úrslitaleikinn. getty images

Bandaríkin og Mexíkó munu mætast í úrslitaleik um Gullbikarinn eftir sigra í undanúrslitunum gegn Gvatemala og Hondúras. Sem verður síðasti keppnisleikur liðanna áður en þau halda og spila heimsmeistaramótið á næsta ári.

Bandaríkin unnu leikinn gegn Gvatemala í gærkvöldi 2-1 þökk sé tveimur mörkum snemma frá Diego Luna, Olger Escobar minnkaði svo muninn undir lokin.

Mexíkó hefði getað sett fleiri mörk en tryggði sig áfram í úrslitaleikinn með öruggum 1-0 sigri gegn Hondúras.

Bandaríkin og Mexíkó munu því mætast í úrslitaleik Gullbikarsins næsta sunnudag, sem verður síðasti keppnisleikur liðanna tveggja næsta árið tæplega, þar til heimsmeistaramótið hefst í júní á næsta ári.

Þetta verður í áttunda sinn sem liðin mætast í úrslitaleik Gullbikarsins.

Sigurinn yrði kærkominn fyrir Bandaríkjamenn sem hafa ekki verið ánægðir með gengi liðsins síðustu misseri. Sömuleiðis fyrir Mexíkó sem stefnir á að verja titilinn og vinna hann í tíunda sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×