Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 11:58 Bubbi Morthens hefur miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans. Vísir/Vilhelm Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir. Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“ Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“
Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels