Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:10 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, gefur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, danskt knus og kram við komuna til Árósa í gær. AP/Mikkel Berg Pedersen/Ritzau Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins. Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins.
Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira