Sport

Max Verstappen nær ráspól á Silverstone

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól á morgun.
Fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól á morgun. Getty/Jakub Porzycki

Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing var hraðastur í tímatökum fyrir enska kappaksturinn í Silverstone. Kappaksturinn fer fram á morgun, en Max var einum tíunda hluta úr sekúndu hraðari en næsti maður.

Það voru McLaren ökumennirnir tveir sem komu næst á eftir, þar sem Oscar Piastri endaði í 2. sæti og Lando Norris í 3. sæti.

Ferrari hafði litið vel út um helgina, og Bretar voru farnir að dreyma um ráspól fyrir heimahetjuna Lewis Hamilton. Hann náði hins vegar aðeins 5. sæti.

Ollie Bearman náði óvænt í þriðja hluta tímatakanna en hann náði á endanum 8. sæti og mun ræsa þar á morgun. Sjá má hvernig tímatökurnar röðuðust hér fyrir neðan.

  1. Max Verstappen (Red Bull)
  2. Oscar Piastri (McLaren)
  3. Lando Norris (McLaren)
  4. George Russell (Mercedes)
  5. Lewis Hamilton (Ferrari)
  6. Charles Leclerc (Ferrari)
  7. Kimi Antonelli (Mercedes)
  8. Oliver Bearman (Haas)
  9. Fernando Alonso (Aston Martin)
  10. Pierre Gasly (Alpine)
  11. Carlos Sainz (Williams)
  12. Yuki Tsunoda (Red Bull)
  13. Isack Hadjar (RB)
  14. Alexander Albon (Williams)
  15. Esteban Ocon (Haas)
  16. Liam Lawson (RB)
  17. Gabriel Bortoleto (Sauber)
  18. Lance Stroll (Aston Martin)
  19. Nico Hulkenberg (Sauber)
  20. Franco Colapinto (Alpine)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×