Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2025 15:41 Það er margt frábært við Grafarvog, en skipulag hans hefur líka sína galla. Grafarvogur er dreift hverfi, langar vegalendir eru milli hverfishluta. Stórar umferðaræðar skera hverfið í sundur og mikil fækkun íbúa á vissu aldursbili er staðreynd. Í umræðuna undanfarið hefur vantar inn mikilvægan þátt. Hvað þarf gott hverfi til að þrífast, til að hverfi sé sjálfbært um íbúa þannig að hringrás lífsins innan hverfisins sé eðlileg, að jafnvægi ríki á milli aldurshópa barna, ungs fólks, miðaldra fólks og eldra fólks? Jafnvægi lykill að sterku, sjálfbæru hverfi Að mörgu er að huga þegar hverfi eldast, verða gróin og fögur. Til að hverfi sé sjálfbært er einn af lykilþáttunum að jafnvægi sé í aldursdreifingu. Uppbygging nýs húsnæðis í grónum hverfum eins og Breiðholti og Grafarvogi er lykill að því að ná jafnvægi. Því ójafnvæginu fylgja vandamál. Of mörg börn eða of fá börn geta leitt til breytinga á skólahverfum og skólastarfsemi, það sama á við um þjónustu við eldra fólk. Ef einn aldurshópur vex umfram annan þá raskast jafnvægið, til verður ójafnvægi á þörf fyrir fjölbreytta þjónustu þeirra hópa sem um ræðir og fjölskyldur þeirra. Ein af birtingarmyndum þessa var uppstokkun á grunnskólum í Grafarvogi vegna fámennra árganga barna, sem var gerð í mikill óþökk íbúa, kostaði átök og deilur fyrst eftir hrun og svo aftur fyrir tæpum 8 árum. Fámennir árgangar og mikil fækkun barna getur leitt af sér skólaumhverfi sem fagfólk vill síður starfa í. Fjölmennir árgangar og sterkir skólar ýta undir fjölbreytni í námsframboði, vali og laða að sér öflugt fagfólk því í krafti fjöldans þrífst margbreytileikinn. Út frá rekstrarlegum sjónarmiðum eru fámennir skólar hlutfallslega dýrari í rekstri. Það er áhugavert að skoða aldursdreifingu í gögnum Hagstofunnar um íbúaþróun í Grafarvogi yfir tæplega 30 ára tímabil. Mikil fækkun barna, ungmenna og ungs fólks. Ungt fólk virðist ekki ná eða vilja setjast að í hverfinu á meðan að miðaldra fólki og eldra fólki fjölgar. Hvers vegna er svona fátt ungt barnafólk að setjast að í hverfinu? Færri börn og ungmenni - fjölgun eldra fólks Mjög mikilvæg uppbygging mun eiga sér stað inná við, ekki bara í Grafarvogi heldur líka í Breiðholti. Eitt af markmiðunum með þéttingu byggðar er að laða ungt fólk og fyrstu kaupendur inn í hverfin - skapa aðstæður þannig að ungt fólk geti sest að í grónu hverfi með ungana sína, nýtt leikskóla, skóla og skipulegt íþrótta- og tómstundastarf. Festa rætur í gegnum tengsl við annað fólk sem býr í hverfinu. Stækkandi fjölskyldur þurfa að stækka við sig í stærra húsnæði. Það getur verið flókið ef það vantar fjölskylduhúsnæði. Til að losa um það, þá þarf uppbyggingu fyrir næstu kynslóðir miðaldra og eldra fólks sem enn býr í fjölskylduhúsinu, líður vel í sínu hverfi en gæti hugsað sér að minnka við sig. Fjölskylduhúsin í Grafarvogi eru nefnilega mörg orðin að foreldrahúsum, ungar hafa vaxið úr grasi, eru fluttir að heiman og orðnir sjálfstæðir einstaklingar. Langflest vilja eldast í sínu hverfi, innan um gamalt vinafólk og nágranna en vilja minnka við sig, nenna ekki skyldum við foreldrahúsið lengur, vilja losa fjármagn og verja tímanum í heilsueflingu og ferðalög. Fyrir þetta fólk þarf að byggja – svo yngra fólkið geti tekið yfir fjölskylduhúsin og börn þeirra fyllt skólana, íþróttahúsin og leiksvæðin. Sorgleg afstaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til húsnæðisuppbyggingar Í ljósi alls þessa hefur verið sorglegt að sjá og heyra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tala gegn húsnæðisuppbygginu í Grafarvogi í stað þess að mæla með henni, og tala fyrir henni. Útskýra augljósa þörfina. Hverfið þarf meira jafnvægi til að laða að sér ungt fólk, fyrstu kaupendur og skapa aðstæður fyrir eldra fólk að losa um sínar eignir, minnka við sig og fara að leika sér. Stundum segja myndir meira en mörg orð, en á myndinni hér að ofan má sjá hvernig aldursdreifing íbúa í hverfinu hefur breyst, börnum og ungu fólki hefur fækkað mikið á meðan miðaldra fólk og eldra fólki fjölgar. Þétting byggðar mun bæta Grafarvog á margan hátt. Á sama tíma talar Sjálfstæðisflokkurinn gegn blómlegra mannlífi, fjölbreyttari þjónustu og atvinnustarfsemi og betri nýtingu samfélagslegra innviða í eigu borgarbúa. Styrking Grafarvogs innan frá stuðlar að mikilvægri hringrás fasteignamarkaðar innan hverfis fyrir ólíka hópa sem aftur styður við sjálfbært hverfi, Grafarvog framtíðarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það er margt frábært við Grafarvog, en skipulag hans hefur líka sína galla. Grafarvogur er dreift hverfi, langar vegalendir eru milli hverfishluta. Stórar umferðaræðar skera hverfið í sundur og mikil fækkun íbúa á vissu aldursbili er staðreynd. Í umræðuna undanfarið hefur vantar inn mikilvægan þátt. Hvað þarf gott hverfi til að þrífast, til að hverfi sé sjálfbært um íbúa þannig að hringrás lífsins innan hverfisins sé eðlileg, að jafnvægi ríki á milli aldurshópa barna, ungs fólks, miðaldra fólks og eldra fólks? Jafnvægi lykill að sterku, sjálfbæru hverfi Að mörgu er að huga þegar hverfi eldast, verða gróin og fögur. Til að hverfi sé sjálfbært er einn af lykilþáttunum að jafnvægi sé í aldursdreifingu. Uppbygging nýs húsnæðis í grónum hverfum eins og Breiðholti og Grafarvogi er lykill að því að ná jafnvægi. Því ójafnvæginu fylgja vandamál. Of mörg börn eða of fá börn geta leitt til breytinga á skólahverfum og skólastarfsemi, það sama á við um þjónustu við eldra fólk. Ef einn aldurshópur vex umfram annan þá raskast jafnvægið, til verður ójafnvægi á þörf fyrir fjölbreytta þjónustu þeirra hópa sem um ræðir og fjölskyldur þeirra. Ein af birtingarmyndum þessa var uppstokkun á grunnskólum í Grafarvogi vegna fámennra árganga barna, sem var gerð í mikill óþökk íbúa, kostaði átök og deilur fyrst eftir hrun og svo aftur fyrir tæpum 8 árum. Fámennir árgangar og mikil fækkun barna getur leitt af sér skólaumhverfi sem fagfólk vill síður starfa í. Fjölmennir árgangar og sterkir skólar ýta undir fjölbreytni í námsframboði, vali og laða að sér öflugt fagfólk því í krafti fjöldans þrífst margbreytileikinn. Út frá rekstrarlegum sjónarmiðum eru fámennir skólar hlutfallslega dýrari í rekstri. Það er áhugavert að skoða aldursdreifingu í gögnum Hagstofunnar um íbúaþróun í Grafarvogi yfir tæplega 30 ára tímabil. Mikil fækkun barna, ungmenna og ungs fólks. Ungt fólk virðist ekki ná eða vilja setjast að í hverfinu á meðan að miðaldra fólki og eldra fólki fjölgar. Hvers vegna er svona fátt ungt barnafólk að setjast að í hverfinu? Færri börn og ungmenni - fjölgun eldra fólks Mjög mikilvæg uppbygging mun eiga sér stað inná við, ekki bara í Grafarvogi heldur líka í Breiðholti. Eitt af markmiðunum með þéttingu byggðar er að laða ungt fólk og fyrstu kaupendur inn í hverfin - skapa aðstæður þannig að ungt fólk geti sest að í grónu hverfi með ungana sína, nýtt leikskóla, skóla og skipulegt íþrótta- og tómstundastarf. Festa rætur í gegnum tengsl við annað fólk sem býr í hverfinu. Stækkandi fjölskyldur þurfa að stækka við sig í stærra húsnæði. Það getur verið flókið ef það vantar fjölskylduhúsnæði. Til að losa um það, þá þarf uppbyggingu fyrir næstu kynslóðir miðaldra og eldra fólks sem enn býr í fjölskylduhúsinu, líður vel í sínu hverfi en gæti hugsað sér að minnka við sig. Fjölskylduhúsin í Grafarvogi eru nefnilega mörg orðin að foreldrahúsum, ungar hafa vaxið úr grasi, eru fluttir að heiman og orðnir sjálfstæðir einstaklingar. Langflest vilja eldast í sínu hverfi, innan um gamalt vinafólk og nágranna en vilja minnka við sig, nenna ekki skyldum við foreldrahúsið lengur, vilja losa fjármagn og verja tímanum í heilsueflingu og ferðalög. Fyrir þetta fólk þarf að byggja – svo yngra fólkið geti tekið yfir fjölskylduhúsin og börn þeirra fyllt skólana, íþróttahúsin og leiksvæðin. Sorgleg afstaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til húsnæðisuppbyggingar Í ljósi alls þessa hefur verið sorglegt að sjá og heyra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tala gegn húsnæðisuppbygginu í Grafarvogi í stað þess að mæla með henni, og tala fyrir henni. Útskýra augljósa þörfina. Hverfið þarf meira jafnvægi til að laða að sér ungt fólk, fyrstu kaupendur og skapa aðstæður fyrir eldra fólk að losa um sínar eignir, minnka við sig og fara að leika sér. Stundum segja myndir meira en mörg orð, en á myndinni hér að ofan má sjá hvernig aldursdreifing íbúa í hverfinu hefur breyst, börnum og ungu fólki hefur fækkað mikið á meðan miðaldra fólk og eldra fólki fjölgar. Þétting byggðar mun bæta Grafarvog á margan hátt. Á sama tíma talar Sjálfstæðisflokkurinn gegn blómlegra mannlífi, fjölbreyttari þjónustu og atvinnustarfsemi og betri nýtingu samfélagslegra innviða í eigu borgarbúa. Styrking Grafarvogs innan frá stuðlar að mikilvægri hringrás fasteignamarkaðar innan hverfis fyrir ólíka hópa sem aftur styður við sjálfbært hverfi, Grafarvog framtíðarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun