Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2025 23:10 Fyrirhuguð flugstöð í Ilulissat. Kalaallit Airports/Greenland Airports Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum. Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá málinu í gær undir fyrirsögninni: Leynistyrkur. Flugvallagerð á Grænlandi í brýnni fjárþörf. Þar segir að fjármálaráðherra Danmerkur, Nicolai Wammen, hafi þann 18. júní síðastliðinn sent erindi vegna málsins til fjárlaganefndar þingsins. Sérstaklega hafi verið beðið um að farið væri með erindið sem trúnaðarmál til 2. júlí vegna fjárhagslegra hagsmuna flugvallafélags Grænlands, Greenland Airports. Frá framkvæmdum við flugvöllinn í Ilulissat. Núverandi flugbraut sést fjær en sú nýja til hægri.Mittarfeqarfiit/Greenland Airports Óskað er aukafjárveitingar til framkvæmda við nýja alþjóðaflugvöllinn í Ilulissat. Í skjalinu segir að „fjármögnunarþörfin sé brýn“, þar sem metið sé að grænlenska flugvallafélagið hafi ekki lengur möguleika á að taka viðskiptalán. Fram kemur að kostnaður við flugvallagerðina hafi reynst vanáætlaður. Komið hafi í ljós fjöldi rangra forsendna í viðskiptaáætlun félagsins, sem hafi leitt til þess að lánshæfismat Greenland Airports sé lægra en talið var. Fjármálaráðherrann fer fram á beinan styrk danska ríkisins til flugvallagerðarinnar upp á 400 milljónir danskra króna, andvirði 7,7 milljarða íslenskra. Auk þess er óskað allt að 1.140 milljóna króna lánsfjárábyrgðar, andvirði 22 milljarða íslenskra króna. Teikning af nýja flugvellinum í Ilulissat. Flugbrautin verður 2.200 metra löng.Grafík/Kalallit Airports. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem danska ríkisstjórnin þarf að hlaupa undir bagga með flugvallagerð Grænlendinga. Árið 2022 var lánsfjárábyrgð ríkissjóðs Danmerkur hækkuð úr sem nemur 6,8 milljörðum íslenskra króna upp í 11,5 milljarða íslenskra eftir að kostnaður við gerð nýju alþjóðaflugvallanna í Nuuk og Ilulissat fór fram úr áætlunum. Danska ríkið hafði áður veitt 1.600 milljónir danskra króna, andvirði 30 milljarða íslenskra, í fjárframlag til byggingar flugvallanna tveggja. Í þætti um Ilulissat frá árinu 2012 má sjá flugmenn á Dash 8 Q200-vél Flugfélags Íslands lenda á núverandi flugbraut, aðeins 850 metra langri. Alþjóðaflugvöllurinn í Nuuk var tekinn í notkun í nóvember 2024. Upphaflega áttu þeir að fylgjast að en núna er gert ráð fyrir að nýi flugvöllurinn í Ilulissat verði tilbúinn árið 2026. Danska ríkið á 33,3 prósent í Greenland Airports International, en grænlenska landsstjórnin á 66,6 prósenta eignarhlut. Myndband sem grænlenska flugvallafélagið lét gera um nýja flugvöllinn í Ilulissat sýnir meðal annars Icelandair-þotu við flugstöðina. Grænland Danmörk Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá málinu í gær undir fyrirsögninni: Leynistyrkur. Flugvallagerð á Grænlandi í brýnni fjárþörf. Þar segir að fjármálaráðherra Danmerkur, Nicolai Wammen, hafi þann 18. júní síðastliðinn sent erindi vegna málsins til fjárlaganefndar þingsins. Sérstaklega hafi verið beðið um að farið væri með erindið sem trúnaðarmál til 2. júlí vegna fjárhagslegra hagsmuna flugvallafélags Grænlands, Greenland Airports. Frá framkvæmdum við flugvöllinn í Ilulissat. Núverandi flugbraut sést fjær en sú nýja til hægri.Mittarfeqarfiit/Greenland Airports Óskað er aukafjárveitingar til framkvæmda við nýja alþjóðaflugvöllinn í Ilulissat. Í skjalinu segir að „fjármögnunarþörfin sé brýn“, þar sem metið sé að grænlenska flugvallafélagið hafi ekki lengur möguleika á að taka viðskiptalán. Fram kemur að kostnaður við flugvallagerðina hafi reynst vanáætlaður. Komið hafi í ljós fjöldi rangra forsendna í viðskiptaáætlun félagsins, sem hafi leitt til þess að lánshæfismat Greenland Airports sé lægra en talið var. Fjármálaráðherrann fer fram á beinan styrk danska ríkisins til flugvallagerðarinnar upp á 400 milljónir danskra króna, andvirði 7,7 milljarða íslenskra. Auk þess er óskað allt að 1.140 milljóna króna lánsfjárábyrgðar, andvirði 22 milljarða íslenskra króna. Teikning af nýja flugvellinum í Ilulissat. Flugbrautin verður 2.200 metra löng.Grafík/Kalallit Airports. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem danska ríkisstjórnin þarf að hlaupa undir bagga með flugvallagerð Grænlendinga. Árið 2022 var lánsfjárábyrgð ríkissjóðs Danmerkur hækkuð úr sem nemur 6,8 milljörðum íslenskra króna upp í 11,5 milljarða íslenskra eftir að kostnaður við gerð nýju alþjóðaflugvallanna í Nuuk og Ilulissat fór fram úr áætlunum. Danska ríkið hafði áður veitt 1.600 milljónir danskra króna, andvirði 30 milljarða íslenskra, í fjárframlag til byggingar flugvallanna tveggja. Í þætti um Ilulissat frá árinu 2012 má sjá flugmenn á Dash 8 Q200-vél Flugfélags Íslands lenda á núverandi flugbraut, aðeins 850 metra langri. Alþjóðaflugvöllurinn í Nuuk var tekinn í notkun í nóvember 2024. Upphaflega áttu þeir að fylgjast að en núna er gert ráð fyrir að nýi flugvöllurinn í Ilulissat verði tilbúinn árið 2026. Danska ríkið á 33,3 prósent í Greenland Airports International, en grænlenska landsstjórnin á 66,6 prósenta eignarhlut. Myndband sem grænlenska flugvallafélagið lét gera um nýja flugvöllinn í Ilulissat sýnir meðal annars Icelandair-þotu við flugstöðina.
Grænland Danmörk Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15