Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2025 20:34 Michael Madsen sem Budd í Kill Bill, Jimmy í Thelma & Louise, Glen í Free Willy og Mr. Blonde í Reservoir Dogs. Miramax/Warner Bros/MGM Leikarinn Michael Madsen féll frá 3. júlí síðastliðinn eftir hjartaáfall, 67 ára að aldri. Madsen var sjarmatröll með viskírödd sem lék í meira en 300 kvikmyndum og sjónvarpsþáttaseríum á ferli sínum. Vísir rifjar hér upp bestu frammistöður Madsen. Madsen fæddist 25. september 1957 í Chicago og var sonur kvikmyndagerðarkonunnar Elaine Madsen og slökkviliðsmannsins Calvin Christian Madsen. Michael átti tvær systur, Cheryl og Virginiu sem var stórstjarna í Hollywood á níunda áratugnum. Foreldar Calvins voru danskir sem útskýrir eftirnafnið en móðurfjölskylda hans var írsk og af frumbyggjaættum. Madsen hóf leiklistarferil sinn hjá Steppenwolf-leikfélaginu í Chicago þar sem hann var lærlingur Johsn Malkovich við uppsetningu Músa og manna árið 1981. Fyrsta hlutverk Madsen á stóra skjánum var í WarGames (1983) en hann sló ekki í gegn fyrr en í upphafi tíunda áratugarins með nokkrum frábærum frammistöðum. Ferill Madsen hélst stöðugur fram yfir aldamót en þegar tók að líða á fór Madsen að leika í öllu sem bauðst, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum, til að halda sömu tekjum og hann hafði verið með þegar best lét. Madsen með Herra ljóshærðan í dúkkuformi.Getty „Það sem fólk skilur ekki alltaf er að ég skapaði ákveðinn lífstíl fyrir fjölskylduna mína þegar ég lék í Species, Mulholland Falls og The Getaway. Ég ætlaði ekki að flytja börnin mín sex inn í hjólhýsagarð. Svo þegar fólk bauð mér vinnu, var það ekki alltaf fyrsta flokks, en ég þurfti að kaupa matvörur og bensín á bílinn,“ sagði Madsen í viðtali 2016 um hlutverkaval sitt seinustu árin. Hér fyrir neðan verður þó farið yfir hans bestu frammistöður. Jimmy Lennox — Örlagaríkur hádegisverður Árið 1991 má segja að Madsen komi sér almennilega á kortið. Annars vegar lék hann Tom Baker, leikara og besta vin Jims Morrison, í ævisögumyndinni The Doors og hins vegar lék hann tónlistarmanninn Jimmy Lennox, kærasta Louise, í Thelma & Louise eftir Ridley Scott. Lennox er ekki stórt hlutverk í ferðasögunni um vinkonurnar tvær en kemur þó fyrir í lykilsenu myndarinnar þar sem Louise (Susan Sarandon) þarf að velja á milli ástarinnar eða vinkonu sinnar. Madsen greindi frá því í viðtali í fyrra að hann hefði fengið rulluna eftir að hafa boðið Sarandon í hádegismat því Ridley Scott. „Við töluðum ekkert um myndina, við spjölluðum um allt annað í heiminum, og næsta dag hringdu þau í mig og sögðu: ,Ókei, viltu vera Jimmy?',“ sagði Madsen um hádegisverðinn. Herra ljóshærður — Upphafið að árangursríku samstarfi Þó Madsen hafi komið sér á kortið árið 1991 þá markaði árið 1992 sennilega stærstu tímamótin á ferli hans. Hann vann þá í fyrsta sinn með leikstjóranum Quentin Tarantino í frumraun leikstjórans, Reservoir Dogs. Madsen leikur þar glæpamanninn Vic Vega, sem gengur undir viðurnefninu Herra ljóshærður, sem er sérlega sjúkur óþokki. Herra ljóshærður er algjör hrotti. Sjálfur vildi Madsen leika Herra bleikan, sem Steve Buscemi lék, svo hann fengi fleiri senur á móti Harvey Keitel. Eftir á að hyggja hlýtur Madsen þó að vera ánægður enda á Vega allra eftirminnilegustu senu myndarinnar þar sem hann misþyrmir lögreglumanni undir ljúfum tónum Stealers Wheel. Tarantino vildi fá Madsen til að bregða sér aftur í hlutverk Vega í Pulp Fiction en Madsen hafnaði boðinu til að leika í Wyatt Earp eftir Kevin Costner. Madsen sá alla tíð eftir því. Tarantino breytti karakternum í Vincent Vega, bróður hins fyrrnefnda Vic Vega, og John Travolta fékk það í staðinn. Mörgum árum seinna fékk Tarantino þá hugmynd að gera mynd um Vega-bræðurna með bæði Travolta og Madsen en ekkert varð úr því. Glen Greenwald — Einn ljúfur á móti öllum illmennunum Madsen lék hrotta allan sinn feril en í Free Willy (1993) breytti hann til og lék stuðningsríka fósturpabbann Glen sem hjálpar hinum tólf ára Jesse að frelsa háhyrninginn Willy (sem var leikinn af Keikó) úr sædýragarði. „Ég er glaður að ég lék í henni. Þetta var hlutverk sem jafnaði dálítið út vondu kallana mína,“ sagði Madsen um rulluna í viðtali við AV Club árið 2015. Madsen lék einnig í framhaldinu Free Willy 2: The Adventure Home (1995) sem gerist tveimur árum eftir þá fyrstu. He told The AV Club in 2015, “I’m glad to have been in it. It was one of those things that kind of balances out my bad guys, you know?' Sonny Black — Ógnvekjandi mafíósi Madsen lék á móti Johnny Depp og Al Pacino í Donnie Brasco (1997) sem byggði á sannri frásögn um FBI-fulltrúa sem tókst að koma sér inn í Bonanno-mafíuna á áttunda áratugnum. Madsen leikur hinn paranojaði og ósvífna Sonny Black, sem byggði á gangsternum Dominick Napolitano og gefur Depp og Pacino ekkert eftir í myndinni. Þegar Madsen leit um öxl fyrir nokkrum árum sagði hann Donnie Brasco vera eina af sínum allra bestu frammistöðum og myndum. Budd — Hápunktur bæði Madsen og Tarantino? Madsen hafnaði vissulega boðinu um að leika í Pulp Fiction en var fljótur að segja já þegar Tarantino bauð honum að leika í kung-fu-tvíleiknum Kill Bill. Madsen leikur þar Budd, bróður hins títtnefnda Bill, sem gengur undir launmorðingjanafninu Sidewinder. Budd bregður ekki fyrir í fyrri myndinni, Kill Bill: Volume 1 (2003), en er í lykilhlutverki í framhaldinu, Kill Bill: Volume 2 (2004), þar sem hann lendir í sigti brúðarinnar (Thurman) sem þyrstir í hefnd. Budd er hluti af launmorðingasveit Bill ásamt Elle Driver, Vernitu Green og O-Ren Ishii. Budd er algjör skíthæll og hrotti en Madsen glæðir hann einhverjum sjarma sem gerir að verkum að hann verður hálfviðkunnanlegur. Madsen átti svo eftir að leika í tveimur myndum til viðbótar hjá Tarantino, The Hateful Eight (2015) og Once Upon a Time in Hollywood (2019) Hér eru upptaldar nokkrar af bestu rullum Michael Madsen en hann átti þó miklu fleiri góðar til viðbótar. Þar má nefna málaliðann Preston „Press“ Lennox í Species (1995), rannsóknarlögreglumanninn Bob í Sin City (2005) og klikkhausinn Vince Miller í Kill Me Again (1989). Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Madsen fæddist 25. september 1957 í Chicago og var sonur kvikmyndagerðarkonunnar Elaine Madsen og slökkviliðsmannsins Calvin Christian Madsen. Michael átti tvær systur, Cheryl og Virginiu sem var stórstjarna í Hollywood á níunda áratugnum. Foreldar Calvins voru danskir sem útskýrir eftirnafnið en móðurfjölskylda hans var írsk og af frumbyggjaættum. Madsen hóf leiklistarferil sinn hjá Steppenwolf-leikfélaginu í Chicago þar sem hann var lærlingur Johsn Malkovich við uppsetningu Músa og manna árið 1981. Fyrsta hlutverk Madsen á stóra skjánum var í WarGames (1983) en hann sló ekki í gegn fyrr en í upphafi tíunda áratugarins með nokkrum frábærum frammistöðum. Ferill Madsen hélst stöðugur fram yfir aldamót en þegar tók að líða á fór Madsen að leika í öllu sem bauðst, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum, til að halda sömu tekjum og hann hafði verið með þegar best lét. Madsen með Herra ljóshærðan í dúkkuformi.Getty „Það sem fólk skilur ekki alltaf er að ég skapaði ákveðinn lífstíl fyrir fjölskylduna mína þegar ég lék í Species, Mulholland Falls og The Getaway. Ég ætlaði ekki að flytja börnin mín sex inn í hjólhýsagarð. Svo þegar fólk bauð mér vinnu, var það ekki alltaf fyrsta flokks, en ég þurfti að kaupa matvörur og bensín á bílinn,“ sagði Madsen í viðtali 2016 um hlutverkaval sitt seinustu árin. Hér fyrir neðan verður þó farið yfir hans bestu frammistöður. Jimmy Lennox — Örlagaríkur hádegisverður Árið 1991 má segja að Madsen komi sér almennilega á kortið. Annars vegar lék hann Tom Baker, leikara og besta vin Jims Morrison, í ævisögumyndinni The Doors og hins vegar lék hann tónlistarmanninn Jimmy Lennox, kærasta Louise, í Thelma & Louise eftir Ridley Scott. Lennox er ekki stórt hlutverk í ferðasögunni um vinkonurnar tvær en kemur þó fyrir í lykilsenu myndarinnar þar sem Louise (Susan Sarandon) þarf að velja á milli ástarinnar eða vinkonu sinnar. Madsen greindi frá því í viðtali í fyrra að hann hefði fengið rulluna eftir að hafa boðið Sarandon í hádegismat því Ridley Scott. „Við töluðum ekkert um myndina, við spjölluðum um allt annað í heiminum, og næsta dag hringdu þau í mig og sögðu: ,Ókei, viltu vera Jimmy?',“ sagði Madsen um hádegisverðinn. Herra ljóshærður — Upphafið að árangursríku samstarfi Þó Madsen hafi komið sér á kortið árið 1991 þá markaði árið 1992 sennilega stærstu tímamótin á ferli hans. Hann vann þá í fyrsta sinn með leikstjóranum Quentin Tarantino í frumraun leikstjórans, Reservoir Dogs. Madsen leikur þar glæpamanninn Vic Vega, sem gengur undir viðurnefninu Herra ljóshærður, sem er sérlega sjúkur óþokki. Herra ljóshærður er algjör hrotti. Sjálfur vildi Madsen leika Herra bleikan, sem Steve Buscemi lék, svo hann fengi fleiri senur á móti Harvey Keitel. Eftir á að hyggja hlýtur Madsen þó að vera ánægður enda á Vega allra eftirminnilegustu senu myndarinnar þar sem hann misþyrmir lögreglumanni undir ljúfum tónum Stealers Wheel. Tarantino vildi fá Madsen til að bregða sér aftur í hlutverk Vega í Pulp Fiction en Madsen hafnaði boðinu til að leika í Wyatt Earp eftir Kevin Costner. Madsen sá alla tíð eftir því. Tarantino breytti karakternum í Vincent Vega, bróður hins fyrrnefnda Vic Vega, og John Travolta fékk það í staðinn. Mörgum árum seinna fékk Tarantino þá hugmynd að gera mynd um Vega-bræðurna með bæði Travolta og Madsen en ekkert varð úr því. Glen Greenwald — Einn ljúfur á móti öllum illmennunum Madsen lék hrotta allan sinn feril en í Free Willy (1993) breytti hann til og lék stuðningsríka fósturpabbann Glen sem hjálpar hinum tólf ára Jesse að frelsa háhyrninginn Willy (sem var leikinn af Keikó) úr sædýragarði. „Ég er glaður að ég lék í henni. Þetta var hlutverk sem jafnaði dálítið út vondu kallana mína,“ sagði Madsen um rulluna í viðtali við AV Club árið 2015. Madsen lék einnig í framhaldinu Free Willy 2: The Adventure Home (1995) sem gerist tveimur árum eftir þá fyrstu. He told The AV Club in 2015, “I’m glad to have been in it. It was one of those things that kind of balances out my bad guys, you know?' Sonny Black — Ógnvekjandi mafíósi Madsen lék á móti Johnny Depp og Al Pacino í Donnie Brasco (1997) sem byggði á sannri frásögn um FBI-fulltrúa sem tókst að koma sér inn í Bonanno-mafíuna á áttunda áratugnum. Madsen leikur hinn paranojaði og ósvífna Sonny Black, sem byggði á gangsternum Dominick Napolitano og gefur Depp og Pacino ekkert eftir í myndinni. Þegar Madsen leit um öxl fyrir nokkrum árum sagði hann Donnie Brasco vera eina af sínum allra bestu frammistöðum og myndum. Budd — Hápunktur bæði Madsen og Tarantino? Madsen hafnaði vissulega boðinu um að leika í Pulp Fiction en var fljótur að segja já þegar Tarantino bauð honum að leika í kung-fu-tvíleiknum Kill Bill. Madsen leikur þar Budd, bróður hins títtnefnda Bill, sem gengur undir launmorðingjanafninu Sidewinder. Budd bregður ekki fyrir í fyrri myndinni, Kill Bill: Volume 1 (2003), en er í lykilhlutverki í framhaldinu, Kill Bill: Volume 2 (2004), þar sem hann lendir í sigti brúðarinnar (Thurman) sem þyrstir í hefnd. Budd er hluti af launmorðingasveit Bill ásamt Elle Driver, Vernitu Green og O-Ren Ishii. Budd er algjör skíthæll og hrotti en Madsen glæðir hann einhverjum sjarma sem gerir að verkum að hann verður hálfviðkunnanlegur. Madsen átti svo eftir að leika í tveimur myndum til viðbótar hjá Tarantino, The Hateful Eight (2015) og Once Upon a Time in Hollywood (2019) Hér eru upptaldar nokkrar af bestu rullum Michael Madsen en hann átti þó miklu fleiri góðar til viðbótar. Þar má nefna málaliðann Preston „Press“ Lennox í Species (1995), rannsóknarlögreglumanninn Bob í Sin City (2005) og klikkhausinn Vince Miller í Kill Me Again (1989).
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira