Fótbolti

„Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Harper Eyja Rúnarsdóttir  mætti með skýr skilaboð til íslensku þjóðarinnar.
Harper Eyja Rúnarsdóttir mætti með skýr skilaboð til íslensku þjóðarinnar. vísir / skjáskot

Harper Eyja Rúnarsdóttir er í Sviss ásamt fjölskyldu en hún er mætt þangað til að styðja íslenska landsliðið, en þá allra helst móður sína Natöshu Anasi sem er í íslenska landsliðshópnum.

Aron Guðmundsson, fréttamaður Sýnar er staddur í Sviss, og tók stutt viðtal við Harper, en hún mætti með skemmtilegt skilti á stuðningsmannasvæði Íslands.

„Leikur hjá mömmu í kvöld, ert þú spennt?“ spurði Aron, og að sjálfsögðu svaraði Harper játandi.

Skiltið sem hún mætti með segist hún ekki hafa gert sjálf, en hún stendur fyrir því sem stendur á því.

„Hvað getur þú sagt mér um skiltið og hvað stendur á því?“ spurði Aron.

„Að stelpurnar eru á TikTok,“ svaraði Harper og sagði að það væri að sjálfsögðu allt í lagi með það.

„Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok,“ las Aron af skiltinu. „Mamma er ansi góð í vörninni er það ekki?“ spurði Aron, en Harper var sammála því.

Harper segist skemmta sér vel á stuðningsmannasvæðinu og hún heldur að Ísland muni vinna Sviss í kvöld. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×