Sport

Ellefu reið­hjólum stolið frá Cofi­dis liðinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Cofidis liðið náði að taka þátt í keppninni þrátt fyrir að vanta ellefu hjól
Cofidis liðið náði að taka þátt í keppninni þrátt fyrir að vanta ellefu hjól Vísir/Getty

Tour de France hjólreiðakeppnin er nú í fullum gangi en keppnin hófst ekki gæfulega hjá franska liðinu Cofidis þar sem ellefu keppnishjólum liðsins var stolið eftir fyrsta keppnisdaginn.

Hjólin, sem eru af gerðinni Look, voru læst inni í flutningabíl liðsins og hafði liðið að sögn gert ákveðnar öryggisráðstafanir en það dugði skammt. Hvert hjól er um 13 þúsund evra virði sem samsvarar tæplega 1,9 milljón í íslenskum krónum. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkur þjófnaður kemur upp í Tour de France en TotalEnergies liðið lenti í svipuðu atviki í fyrra og árið 2021 var 20 hjólum stolið af ítalska liðinu á Track World Championships mótinu.

Þrátt fyrir að tapa ellefu hjólum á einni nóttu gátu keppendur Cofidis haldið sínu striku en alla jafna er hver keppandi með þrjú hjól til taks í Tour de France.

Blesssunarlega eru hjólin ellefu komin í leitirnar en þau fundust í dag áður en þriðja keppnisdegi lauk. Fimm þeirra höfðu verið yfirgefin úti í skógi og lögreglan hafði upp á hinum sex í dag. Hvort þau séu keppnishæf er þó alls óvíst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×