Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 09:33 Þorsteinn Halldórsson gefur sínum konum fyrirmæli í tapleiknum á móti Sviss í Bern í gær. Getty/Marcio Machado Framtíð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var til umræðu eftir svekkjandi tap á móti Sviss á Evrópumótinu í gær. Eftir tvo leiki á móti slakari liðum riðilsins þá standa íslensku stelpurnar uppi stigalausar og eru úr leik fyrir lokaleikinn. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira