Innlent

Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suður­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þjórsárdalur er þekkt sprungusvæði.
Þjórsárdalur er þekkt sprungusvæði. Vísir

Skjálfti af stærðinni 3,4 mældist snemma í morgun um 11,1 kílómetra austsuðaustur af Árnesi í Þjórsárdal. Skjálftinn mældist þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm.

öð eftirskjálfta mældist einnig á svæðinu alveg fram til klukkan rúmlega sjö í morgun.

Skjálftinn varð á Suðurlandsbrotabeltinu á þekktu sprungusvæði, en síðast varð skjálfti af svipaðri stærð á þessum slóðum í janúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×