Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 23:51 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Trés lífsins. Vísir/Sigurjón Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja. Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja.
Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira