Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2025 20:40 Glæsilegur gangamunni nýju jarðganganna í Þórshöfn. Articon Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27