„Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:30 Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir svekkir sig á sama tíma og svissnesku stelpurnar fagna marki. Getty/Daniela Porcelli Gengi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss er ekki samfélagsmiðlum að kenna að mati sérfræðinga en var það pressan og stressið sem var að angra liðið? Gestirnir í Besta sætinu veltu þessu fyrir sér sem og lokaleik liðsins á mótinu. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira