Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 11:00 Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar