Körfubolti

Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26

Siggeir Ævarsson skrifar
Allskonar útgáfur verða í boði
Allskonar útgáfur verða í boði Mynd 2K Games

Það þarf sennilega ekki að koma neinum á óvart að Shai Gilgeous-Alexander verður framan á hulstrinu á nýjusta NBA 2K tölvuleiknum en valið á leikmanninum á WNBA útgáfuna kom mörgum í opna skjöldu.

Gilgeous-Alexander átti frábært tímabil þar sem hann leiddi OKC til meistaratitils og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna sem og deildarinnar. Angel Reese aftur á móti hefur aðallega vakið athygli fyrir að taka mikið af sóknarfráköstum eftir eigin skot og rífa kjaft við Caitlin Clark, sem margir reiknuðu með að yrði fyrir valinu á hulstrið. 

Leikurinn kemur út þann 5. september og verður hægt að fá hann í þremur útgáfum sem sjást hér að ofan en Carmelo Anthony verður framan á „ofurstjörnu“ útgáfunni. Anthony verður vígður inn í frægðarhöll NBA í haust. Þá verður fjórða útgáfan í boði þar sem Gilgeous-Alexander, Reese og Anthony deila öll sviðsljósinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×