Á góðum stað fyrir mikil átök Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals er spenntur fyrir komandi baráttu. Vísir/Ívar „Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins. „Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5. Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5.
Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira