Sport

Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Von­leysi eftir erfitt mót

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Sveindís átti góðan leik í dag.
Sveindís átti góðan leik í dag.

Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum.

Það virtist því vera minni áhugi á leiknum vegna þess og umræðan á Twitter var ekki jafn mikil og hún hefur verið. Það var þó eitthvað rætt og það má sjá brot af því besta hér fyrir neðan.



Straujárnið eitthvað bilað fyrir leik

Eftir góða byrjun snéru Norðmenn taflinu við

Ísland komst yfir á 7. mínútu en Norðmenn voru fljótir að svara og voru komnar með forystuna fljótlega. 

Varamennirnir reyndust erfiðir

Noregur hvíldi mikið af sínum bestu leikmönnum, þar sem þær eru þegar tryggðar áfram úr riðlinum. Það kemur víst maður í manns stað hjá Norðmönnum því þær reyndust of góðar fyrir okkur.

Amanda ekki fengið mörg tækifæri

Þegar illa gengur er oft pælt í því hverju má breyta. Amanda hafði ekkert komið til sögu á mótinu fyrr en að hún kom inn af bekknum í kvöld á 72. mínútu.

Menn voru búnir að fá nóg

Eftir leik litu menn til baka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×