Innlent

Velti bílnum við Fjarðarhraun

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til.
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til. Aðsend

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrabíll voru kölluð til á ellefta tímanum í dag vegna umferðarslyss við gatnamót Fjarðarhrauns og Stakkahrauns. 

Þorsteinn Gunnarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slysið hafa verið minniháttar. Viðbragðsaðilar rá honum hafi ekki verið lengi á vettvangi. Hann hafði ekki vitnesju um það hvort einhver hafi verið sendur á slysadeild. 

Sævar Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, sagði áður slysið geta haft áhrif á umferð. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangiAðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×