Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 15:07 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta. Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“ Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“
Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21