Fótbolti

Trump vildi ekki fara af verð­launa­pallinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reece James, fyrirliði Chelsea, var ekki alveg viss um að hann mætti lyfta bikarnum þar sem Donald Trump var enn við hlið hans á verðlaunapallinum.
Reece James, fyrirliði Chelsea, var ekki alveg viss um að hann mætti lyfta bikarnum þar sem Donald Trump var enn við hlið hans á verðlaunapallinum. Getty/David Ramos

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sérstakur heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í New York í gær og hann afhenti líka bikarinn í leikslok.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea rúllaði þá Paris Saint Germain upp í úrslitaleiknum 3-0.

Eftir leikinn fengu allir leikmenn Chelsea verðlaunapening frá Trump en hann fór síðan líka með bikarinn til Reece James fyrirliða þegar allt liðið var búið að stilla sér upp.

Í stað þess að fara frá eftir að hann hafði afhent bikarinn þá vildi Trump hreinlega ekki fara af verðlaunapallinum.

Hann stóð þar fremstur við hlið Reece James fyrirliða sem vissi heldur ekki alveg hvort hann mætti hreinlega lyfta bikarnum.

Bikarinn fór á endanum á loft og Trump verður alltaf með á myndunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Neðst er myndband af því þegar bikarinn fór á loft við hlið Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×