„Við erum bara happí og heimilislaus“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:08 Sósíalistaflokknum var bolað úr Bolholtinu á dögunum. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. „Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí. Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí.
Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira