„Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2025 20:04 Hrannar Ingi að huga að bílnum sínum, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði upp með aðstoð pabba síns. Bílinn er ágerð 1961 og allur hinn glæsilegasti. Magnús Hlynur Hreiðarsson 27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp. Hrannar Ingi Óttarsson er líklega aðdáandi númer eitt á Íslandi af Land Rover bílum en hann hefur dáðst af bílategundinni frá því að hann var lítill strákur. Hér er til dæmis fyrsti bílinn hans, Land Rover 1967, sem hann fékk í fermingargjöf og í kjölfarið gerði hann bílinn allan upp og er hann nú einn af glæsilegustu bílum á götum Akureyrarbæjar. „Svo náttúrulega er þessi ægilega góður. Ég fékk þennan fyrir nokkrum árum og það er þessi hérna. Þessi er helvíti góður, 1961 árgerð, mjög lítið til af þeim bílum, tók hann líka í gegn. Þetta er allt uppáhalds, maður getur ekki gert upp á milli barnanna sinna,“ segir Hrannar hlæjandi. En hvað er það við Land Rover, sem er svona heillandi? „Þetta er bara allt öðruvísi en allir aðrir bílar. Þú getur bara gert þá upp alveg eftir þínu höfði“. Hrannar Ingi segir að hann veki alltaf mikla athygli á Land Roverbílunum sínum á götum Akureyrar eða á öðrum stöðum þar sem hann er á ferðinni. Hvað segja stelpurnar þegar þær sjá þig á ferðinni? „Þær eru ánægðar með þetta,“ segir hann og hlær enn meira. Hrannar Ingi hrósar pabba sínum sérstaklega, sem hvetur hann áfram í Land Rover verkefnunum sínum. En hvað á Hrannar marga Land Rovera? „Það breytist alltaf eitthvað aðeins. Þetta er bara eins og með hestamenn, maður veit ekki töluna á bílunum, það er bara þannig“. Og hér er Hrannar Ingi við Z – 355 Land Roverinn, sinn sem hann gerði líka upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ætlar þú að halda áfram að vera Land Rover áhugamaður númer eitt á Íslandi? „Já, ég átti örugglega aldrei séns, ég var örugglega getinn í Land Rover, já ég mun alltaf vera í þessu, það held ég, ég elska þetta,“ segir Hrannar Ingi kampakátur með lífið og alla Land Rover bílana sína. Og hvað haldið þið, að sjálfsögðu gengur Hrannar um í Land Rover skóm. Ef einhver á gamlan Land Rover, sem hann vill losna við þá er alltaf hægt að hafa samband við Hrannar Inga og taka stöðuna á honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Bílar Söfn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Hrannar Ingi Óttarsson er líklega aðdáandi númer eitt á Íslandi af Land Rover bílum en hann hefur dáðst af bílategundinni frá því að hann var lítill strákur. Hér er til dæmis fyrsti bílinn hans, Land Rover 1967, sem hann fékk í fermingargjöf og í kjölfarið gerði hann bílinn allan upp og er hann nú einn af glæsilegustu bílum á götum Akureyrarbæjar. „Svo náttúrulega er þessi ægilega góður. Ég fékk þennan fyrir nokkrum árum og það er þessi hérna. Þessi er helvíti góður, 1961 árgerð, mjög lítið til af þeim bílum, tók hann líka í gegn. Þetta er allt uppáhalds, maður getur ekki gert upp á milli barnanna sinna,“ segir Hrannar hlæjandi. En hvað er það við Land Rover, sem er svona heillandi? „Þetta er bara allt öðruvísi en allir aðrir bílar. Þú getur bara gert þá upp alveg eftir þínu höfði“. Hrannar Ingi segir að hann veki alltaf mikla athygli á Land Roverbílunum sínum á götum Akureyrar eða á öðrum stöðum þar sem hann er á ferðinni. Hvað segja stelpurnar þegar þær sjá þig á ferðinni? „Þær eru ánægðar með þetta,“ segir hann og hlær enn meira. Hrannar Ingi hrósar pabba sínum sérstaklega, sem hvetur hann áfram í Land Rover verkefnunum sínum. En hvað á Hrannar marga Land Rovera? „Það breytist alltaf eitthvað aðeins. Þetta er bara eins og með hestamenn, maður veit ekki töluna á bílunum, það er bara þannig“. Og hér er Hrannar Ingi við Z – 355 Land Roverinn, sinn sem hann gerði líka upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ætlar þú að halda áfram að vera Land Rover áhugamaður númer eitt á Íslandi? „Já, ég átti örugglega aldrei séns, ég var örugglega getinn í Land Rover, já ég mun alltaf vera í þessu, það held ég, ég elska þetta,“ segir Hrannar Ingi kampakátur með lífið og alla Land Rover bílana sína. Og hvað haldið þið, að sjálfsögðu gengur Hrannar um í Land Rover skóm. Ef einhver á gamlan Land Rover, sem hann vill losna við þá er alltaf hægt að hafa samband við Hrannar Inga og taka stöðuna á honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Bílar Söfn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels