Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júlí 2025 10:23 Engar fregnir hafa borist af því að til standi að koma til móts víð íbúa vegna vöruskemmunnar við Álfabakka 2. Og nú eru framkvæmdir hafnar við göngustíga þétt upp við svalir íbúa. Vísir/Vilhelm Ingi Þór Hafsteinsson, íbúi í Árskógum, segir íbúa vera búna að standa í stappi við Reykjavíkurborg allt frá því þeir fluttu inn. Fyrst var það frágangur við húsið, svo göngustígur og að lokum „græna gímaldið“ svokallaða. Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til. Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til.
Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira