Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2025 22:56 Steinþór ásamt Höllu Tómasdóttur forseta við opnun sýningarinnar í dag. Vísir Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum. Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum.
Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira