Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 21:00 Frá Grindavík. Mynd úr safnið. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Gróðureldar eru nú mesta hættan í byggð. Unnið er að hækkun varnargarða. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels