Skoðun

Við krefjumst sann­girni og að­gerð strax

Dagmar Valsdóttir skrifar

Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur? Það er leyfilegt að fara inn í bæinn ef þú ert íbúi eða vinnur þar, en gestir, ferðamenn og viðskiptavinir okkar fá ekki að koma. Þetta kemur sér gríðarlega illa fyrir okkur sem reiðum okkur á gestakomur og ferðamennsku, sérstaklega þegar svæðið er ekki lokað almenningi með formlegum hætti.

Við finnum fyrir mismunun án skýringa. Við sendum tölvupósta, spyrjum spurninga, leitum upplýsinga en enginn svarar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Grindavík lendir í slíkri stöðu og ef ekkert breytist verður það líklega ekki í síðasta sinn.

Við hjá Grindavík Guesthouse mótmælum þessari þögn og biðjum um eitt einfalt, skýr svör og aðgang að starfa á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að geta tekið á móti gestum okkar. Við þurfum að fá að vinna. Við þurfum opnun og við þurfum hana strax

Ég bið alla þá sem hafa tök á því að koma og vera með mér við lokunarpóstinn á Grindavíkurvegi kl. 12:00 í dag. Sýnum samstöðu og látum í okkur heyra.

Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.




Skoðun

Sjá meira


×