Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 11:03 Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að bæði Grindavíkurliðin muni spila aftur í Grindavík á komandi vetri. Vísir/Anton Brink Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að körfuboltalið félagsins muni spila hluta af heimaleikjum sínum í Bónus deildinni í Grindavík á komandi tímabili. Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira