Innlent

Lög­regla og sér­sveit hand­tóku fimm vegna gruns um frelsis­sviptingu

Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa
Myndin er úr safni. 
Myndin er úr safni.  Vísir/Vilhelm

Fimm voru handteknir í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi vegna gruns um frelsissviptingu og naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í aðgerðunum.

Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að sleppa þremur þeirra úr haldi og til standi að leysa hina tvo út síðar í dag. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum í tengslum við málið.

„Það var grunur um vopnaburð og þess vegna nutum við aðstoðar sérsveitar,“ segir Börkur. Einn hnífur hafi fundist í aðgerðunum en enginn borið hann á sér.

Hann bætir við að málið sé enn til rannsóknar og lögreglan muni ekki tjá sig frekar um aðgerðina að svo stöddu.

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×