Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson og Árni Baldursson skrifa 19. júlí 2025 11:30 Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun