Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:12 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ræddi þinglokin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels