Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2025 13:02 Pablo Punyed er snúinn aftur á völlinn. Vísir/Lýður Pablo Punyed er kominn aftur á fullt eftir nærri árs fjarveru frá fótboltavellinum vegna krossbandaslita. Pablo meiddist í ágúst í fyrra en hefur komið lítillega við sögu hjá Víkingum undanfarið. Hann segir skrokkinn kláran í að spila meira. Pablo kom inn á sem varamaður gegn Malisheva ytra fyrir tíu dögum síðan á 88. mínútu og fékk þá að spila fótboltaleik í fyrsta sinn síðan hann meiddist í leik Víkings við xxx í ágúst í fyrra. Í síðari leiknum við Malisheva spilaði hann þá heilan hálfleik. Víkingur leiddi 5-0 í hálfleik í Víkinni á fimmtudaginn var og nýtti tækifærið til að gefa mönnum hvíld. Þreföld skipting var gerð í hléi og Pablo leit vel út í síðari hálfleiknum. Hann lagði til að mynda upp áttunda mark Víkings í leiknum fyrir Svein Gísla Þorkelsson. Klippa: Klár í að spila meira „Já, kannski. Ég sagði við Sölva að það væri kannski erfitt fyrir mig að klára 90 mínútur í fyrsta leiknum til baka“ segir Pablo og hlær. Hann segist tilbúinn að spila meira en sem varamaður undir lok leikja. „Ég er tilbúinn. Mér líður rosalega vel og fótboltaformið kemur bara með því að spila fótbolta. Ég er bara rosalega spenntur fyrir þessum seinni helmingi.“ Lykillinn að stöðva Pedersen Einn stærsti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni en vinni gestirnir verða Víkingur, Breiðablik og Valur öll jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Verkefnið leggst vel í Pablo. „Það er alltaf gaman að mæta Val. Túfa er að vinna gott verk með þetta lið. Þeir eru á góðri siglingu, en við líka. Þetta verður hörkuleikur,“ „Við þurfum að halda góðum strúktúr og megum ekki gefa Patrick Pedersen neinn séns. Vera þéttir til baka og ná stjórninni á miðjunni. Þetta verður jafn leikur og hörkuleikur,“ segir Pablo. Nánar verður rætt við Pablo í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 í Víkinni. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Sýn Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Pablo kom inn á sem varamaður gegn Malisheva ytra fyrir tíu dögum síðan á 88. mínútu og fékk þá að spila fótboltaleik í fyrsta sinn síðan hann meiddist í leik Víkings við xxx í ágúst í fyrra. Í síðari leiknum við Malisheva spilaði hann þá heilan hálfleik. Víkingur leiddi 5-0 í hálfleik í Víkinni á fimmtudaginn var og nýtti tækifærið til að gefa mönnum hvíld. Þreföld skipting var gerð í hléi og Pablo leit vel út í síðari hálfleiknum. Hann lagði til að mynda upp áttunda mark Víkings í leiknum fyrir Svein Gísla Þorkelsson. Klippa: Klár í að spila meira „Já, kannski. Ég sagði við Sölva að það væri kannski erfitt fyrir mig að klára 90 mínútur í fyrsta leiknum til baka“ segir Pablo og hlær. Hann segist tilbúinn að spila meira en sem varamaður undir lok leikja. „Ég er tilbúinn. Mér líður rosalega vel og fótboltaformið kemur bara með því að spila fótbolta. Ég er bara rosalega spenntur fyrir þessum seinni helmingi.“ Lykillinn að stöðva Pedersen Einn stærsti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni en vinni gestirnir verða Víkingur, Breiðablik og Valur öll jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Verkefnið leggst vel í Pablo. „Það er alltaf gaman að mæta Val. Túfa er að vinna gott verk með þetta lið. Þeir eru á góðri siglingu, en við líka. Þetta verður hörkuleikur,“ „Við þurfum að halda góðum strúktúr og megum ekki gefa Patrick Pedersen neinn séns. Vera þéttir til baka og ná stjórninni á miðjunni. Þetta verður jafn leikur og hörkuleikur,“ segir Pablo. Nánar verður rætt við Pablo í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 í Víkinni. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Sýn Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira