Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Maðurinn er grunaður um að hafa tekið bíl á vegum Isavia og keyrt meðal annars inn á flugbrautir. Vísir/Vilhelm Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira