Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar 23. júlí 2025 14:30 Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Reykjavík Skipulag Skóla- og menntamál Laugardalsvöllur Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar