Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 16:31 Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Skipulag Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun