Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 19:30 Lilja Íris Long Birnudóttir vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð. Vísir/Ívar Fannar Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira