Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 10:05 Gregg Wallace hefur gefið út sex kokkabækur og eina ævisögu. Hann hefur verið kynnir í MasterChef, Celebrity MasterChef og MasterChef: The Professionals. Nú er tvísýnt hvort hann muni halda áfram sjónvarpsferli sínum. Getty Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. Wallace var kynnir MasterChef í tuttugu ár en steig til hliðar 2024 vegna fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun. Lögfræðingar Wallace sögðu ásakanir um kynferðislega áreitni uppspuna og sjálfur sagðist hann hafa íhugað sjálfsvíg. Breskir miðlar herma að breska ríkisútvarpið sé búið að reka kynninn. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi lögmannsstofan Lewis Silkin rannsókn á hegðun Wallace þar sem hún staðfesti 45 af 83 liðum í ásökunum í garð hans. Meðal þess sem Lewis Silkin staðfesti var óviðeigandi kynferðislegur talsmáti, vera ber fyrir framan aðra og eitt tilvik um „óvelkomna líkamlega snertingu“. Í sömu rannsókn kom fram að John Torode, samkynnir Wallace í MasterChef, hafði gerst sekur um rasísk ummæli og var hann í kjölfarið látinn fara. Wallace gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði alvarlegustu ásökununum hafa verið vísað frá. Hann baðst þó einnig afsökunar og sagðist „verulega miður sín“ yfir allri þjáningu sem hann hafi valdið og hann hafi aldrei ætlað sér að skaða eða niðurlægja fólk. „Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar“ Wallace ræddi í gær við götublaðið The Sun um ásakanirnar í garð hans og Torode þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Wallace gekkst þar við því að hafa sagt hluti sem móðguðu fólk og voru ekki félagslega viðurkenndir. Hugsanlega hafi fólkið sem hann særði verið of stressað eða því fundist hann of ógnandi til að segja eitthvað þegar atvikin áttu sér stað. Wallace hlaut MBE-orðu, eina stærstu viðurkenningu Breta, árið 2022 fyrir framlag sitt til matarmenningar.Getty „Ég skil það núna og gagnvart þeim sem ég skaðaði: mér þykir það leitt,“ sagði hann í viðtalinu við The Sun. „Ég er ekki þuklari. Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar og að bera mig - ég er ekki flassari. Fólk heldur að ég sé dónakarl, ég er það ekki,“ sagði hann einnig. Wallace sagðist jafnframt nýlega hafa hlotið einhverfugreiningu sem skýri hvers vegna hann hafi átt erfitt með „að lesa fólk“ gegnum tíðina. „Ég veit að fólki finnst ég skrítinn,“ sagði hann. „Einhverfa er fötlun, skráð fötlun.“ Segir kollega sinn ekki vera rasista Wallace talaði einnig um ásakanir í garð John Torode sem má rekja aftur til 2019 þegar hann á að hafa viðhaft niðrandi rasísk ummæli. Torode sagðist ekki muna eftir atvikinu og var bæði „sjokkeraður og sorgmæddur“ yfir ásökununum. „Ég hef þekkt John í þrjátíu ár og hann er ekki rasisti,“ sagði Wallace um ásakanirnar í garð Torode. „Sem merki um það, skal ég sýna ykkur hina ótrúlegu fjölbreytni fólks sem hann hefur tekið upp hanskann fyri, sigurvegarar MasterChef, gegnum árin,“ bætti hann við. Wallace og Torode á góðri stundu.Getty „Það er ekki séns að þessi maður sé rasisti. Ekki séns. Og ég sendi samúðarkveðjur til Johns því ég vil ekki að neinn gangi í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Wallace um Torode. Nýjasta sería Masterchef, sem var tekin upp á síðasta ári fyrir ásakanirnar, var frestað tímabundið. Talsmaður breska ríkisútvarpsins sagði að eftir samráð við keppendur hefði verið ákveðið að sýna seríun sem fer í sýningu á BBC One og BBC iPlayer í ágúst. Bretland Matur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Wallace var kynnir MasterChef í tuttugu ár en steig til hliðar 2024 vegna fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun. Lögfræðingar Wallace sögðu ásakanir um kynferðislega áreitni uppspuna og sjálfur sagðist hann hafa íhugað sjálfsvíg. Breskir miðlar herma að breska ríkisútvarpið sé búið að reka kynninn. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi lögmannsstofan Lewis Silkin rannsókn á hegðun Wallace þar sem hún staðfesti 45 af 83 liðum í ásökunum í garð hans. Meðal þess sem Lewis Silkin staðfesti var óviðeigandi kynferðislegur talsmáti, vera ber fyrir framan aðra og eitt tilvik um „óvelkomna líkamlega snertingu“. Í sömu rannsókn kom fram að John Torode, samkynnir Wallace í MasterChef, hafði gerst sekur um rasísk ummæli og var hann í kjölfarið látinn fara. Wallace gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði alvarlegustu ásökununum hafa verið vísað frá. Hann baðst þó einnig afsökunar og sagðist „verulega miður sín“ yfir allri þjáningu sem hann hafi valdið og hann hafi aldrei ætlað sér að skaða eða niðurlægja fólk. „Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar“ Wallace ræddi í gær við götublaðið The Sun um ásakanirnar í garð hans og Torode þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Wallace gekkst þar við því að hafa sagt hluti sem móðguðu fólk og voru ekki félagslega viðurkenndir. Hugsanlega hafi fólkið sem hann særði verið of stressað eða því fundist hann of ógnandi til að segja eitthvað þegar atvikin áttu sér stað. Wallace hlaut MBE-orðu, eina stærstu viðurkenningu Breta, árið 2022 fyrir framlag sitt til matarmenningar.Getty „Ég skil það núna og gagnvart þeim sem ég skaðaði: mér þykir það leitt,“ sagði hann í viðtalinu við The Sun. „Ég er ekki þuklari. Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar og að bera mig - ég er ekki flassari. Fólk heldur að ég sé dónakarl, ég er það ekki,“ sagði hann einnig. Wallace sagðist jafnframt nýlega hafa hlotið einhverfugreiningu sem skýri hvers vegna hann hafi átt erfitt með „að lesa fólk“ gegnum tíðina. „Ég veit að fólki finnst ég skrítinn,“ sagði hann. „Einhverfa er fötlun, skráð fötlun.“ Segir kollega sinn ekki vera rasista Wallace talaði einnig um ásakanir í garð John Torode sem má rekja aftur til 2019 þegar hann á að hafa viðhaft niðrandi rasísk ummæli. Torode sagðist ekki muna eftir atvikinu og var bæði „sjokkeraður og sorgmæddur“ yfir ásökununum. „Ég hef þekkt John í þrjátíu ár og hann er ekki rasisti,“ sagði Wallace um ásakanirnar í garð Torode. „Sem merki um það, skal ég sýna ykkur hina ótrúlegu fjölbreytni fólks sem hann hefur tekið upp hanskann fyri, sigurvegarar MasterChef, gegnum árin,“ bætti hann við. Wallace og Torode á góðri stundu.Getty „Það er ekki séns að þessi maður sé rasisti. Ekki séns. Og ég sendi samúðarkveðjur til Johns því ég vil ekki að neinn gangi í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Wallace um Torode. Nýjasta sería Masterchef, sem var tekin upp á síðasta ári fyrir ásakanirnar, var frestað tímabundið. Talsmaður breska ríkisútvarpsins sagði að eftir samráð við keppendur hefði verið ákveðið að sýna seríun sem fer í sýningu á BBC One og BBC iPlayer í ágúst.
Bretland Matur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira