Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 27. júlí 2025 15:31 Við reisum heilu kerfin okkar á mælanlegum markmiðum: Hagvexti, framleiðslu, skilvirkni og stöðugum árangri. Í hagfræðikennslu er ekki spurt fyrir hvern hagvöxturinn sé, aðeins hvernig eigi að hámarka hann. Skilningur okkar á hagvexti er reistur á miklum misskilningi sem ýtir undir sundrungu og skortshugsun auk feiknarmikillar hræðslu um að við verðum að skila sífellt meiri afköstum til að við stöndumst kröfur kerfanna. Þau sem sitja eftir í þessum hagvexti — ungt fólk sem ræður ekki við leiguverðið eða þeir sem lenda síðar í skuldagildrum — er sagt að „leggja harðar að sér.“ Það er litið á stöðu þeirra sem ekki blómstra sem persónulegan brest og aumingjaskap en ekki eðli kerfisins. Við tölum um samkeppni sem drifkraft en gleymum að hún skilur alltaf eftir sig tapara. Tapararnir verða bara að sætta sig við tapið og gera betur, vinna meira og hætta vælinu. Á vinnustaðnum sjáum við þetta líka: starfsfólk sem hampar eigin árangri óttast að taka sér tíma frá vinnu til að vera hjá veiku barni. Fólk sem keppir við samstarfsfólk sitt um stöðuhækkanir en saknar gagnkvæms trausts. Við höfum öll séð hvernig þessi hugsun sígur inn í hversdaginn og veikir tengslin á milli okkar. Og stundum er það ekki einu sinni fólk sem segir „nei.“ Það er kerfið sjálft sem hefur orðið - kerfi sem er ekki hannað til að mæta manneskjunni heldur til að flokka og hafna. „The computer says no“ er ekki bara fyndin athugasemd úr Little Britain þáttunum heldur lýsing á því hversu ómanneskjuleg kerfin okkar hafa orðið. Fyrir meðaltöl og mælanleg afköst seljum við siðferðið — og kveikjum á vél sem eyðir sjálfri sér. Það er nóg að lesa fréttirnar til að sjá það. Hvernig komumst við hingað? Þetta var ekki alltaf svona. Fyrri kynslóðir töluðu opinskátt um skyldur gagnvart náunganum. Heiðarleiki, sanngirni og samstaða voru ekki aðeins kennd börnum heldur talin sjálfsögð krafa í samfélaginu. En smám saman, tókum við upp mælikvarða sem létu þessi gildi líta út fyrir að vera óþörf. Við fórum að trúa því að tölur segðu allt. Að markmið væri aðeins raunverulegt ef hægt væri að setja það í Excel-skjal. Við hættum að spyrja hvað væri rétt og sanngjarnt heldur spurðum hvað væri hagkvæmt. Við misstum sjónar á því að hagvöxtur er meira en aukin framleiðni, honum eiga líka að fylgja mannsæmandi lífskjör. Vöxtur krefst þess að þú horfir til allra átta en ekki bara rétt fram fyrir nefið á þér. Að þú sjáir það sem þú forðast að sjá, gefir því rými sem tefur þig og gerir stundum það sem þú þorir ekki að gera en veist innst inni að þú þarft að gera. Kannski þegja þegar hrópað er á þig að tala. Kannski hætta þegar allt segir þér að halda áfram. Þetta er vöxtur í allri sinni dýrð. Allt annað er hraði í hringrás og hefur ekkert með vöxt að gera. Sumir gætu séð þetta sem innri vöxt, en hagfræðin nær einmitt ekki til hjartsláttar hans þeas til bilsins á milli afkastanna, tímans á milli góðæranna. Hvað segir heimspekin okkur ? Við kennum börnum á leikskóla að deila með öðrum, hjálpast að og biðjast afsökunar. Við kennum þeim að velta fyrir sér afleiðingum gjörða sinna og hugsa um aðra. Það er tærasta mynd heimspekinnar. Börnin eru hins vegar svipt henni um leið og þau verða nógu gömul til að „standa sig.“ Kannski væri fyrsta skrefið að færa heimspekina inn í daglegt samtal og inn í menntakerfin? Spyrja: Hver nýtur góðs af kerfinu? Hvað þýðir velgengni ef svo margir njóta hennar ekki? Hvað skuldum við hvert öðru? Við kæmumst kannski ekki að einfaldri niðurstöðu. Við myndum þó muna hvað heldur samfélaginu saman: traust, réttlæti, reisn. Siðfræðin gæti minnt okkur á að hver mælikvarði sem við setjum hefur líka mannlega hlið og afleiðingar. Hún gæti staðið sem mótvægi gagnvart grímulausri skilvirkni og minnt okkur á að það sem er rétt sé ekki alltaf það sem er fljótlegt eða arðbært. Heimspekin gæti opnað rými fyrir spurningar sem eru óþægilegar en nauðsynlegar. Hún gæti kennt okkur að hægja á okkur og horfa ekki aðeins á tölurnar heldur líka á fólkið á bak við tölurnar. Usssssss á ekki að vera siðferðislegt norm. Í mörgum íslenskum fjölskyldum ríkir ósýnilegt samkomulag: ekki ræða það sem raskar rónni. Við höldum áfram að bjóða ættingjanum sem gerir alltaf lítið úr öðrum, annað væri „ókurteisi“. Við segjum við barnið sem upplifði óréttlæti: „Láttu þetta nú ekki trufla þig.“ Við þegjum um sársaukann – og köllum þögnina kurteisi, þroska, jafnvel æðruleysi. Í þessari þögn býr þó siðferðislegt rof. Því hver ver þá sem sannarlega þurfa vernd? Hver talar þegar þögnin hylur brot? Þöggunin virkar eins og samheldni – en hún er ekki reist á heilindum, heldur ótta. Hún er ábreiða yfir „friðinn” en skilur þá eftir sem þurfa sannleikann sinn. Á þennan hátt lærum við svo smátt og smátt að siðferði snýst ekki um rétt og rangt, heldur um það sem fólk þolir að heyra. Við látum það óheyrða verða eðlilegt. Við breytum siðferðislegri ábyrgð í kurteisi. Það sem á vantar er ekki bara hugrekki – heldur innri vissa. Siðfræðin, eða heimspekin, gætu komið þar inn – sem innri vernd. Ekki sem ytri reglur, heldur sem innri vissa: rótfest siðferðisleg skynjun á rétt viðbrögð, jafnvel þegar enginn biður um þau. Slík vissa gæti skapað menningu þar sem þögnin væri ekki lengur sjálfgefin og sannleikurinn ekki talinn ókurteisi. Kannski er lausnin ekki svo flókin? Kannski þurfum við bara að hleypa siðfræðinni og heimspekinni aftur inn — inn í hagfræðina, inn í menntakerfið, inn í öll kerfin okkar. Láta þær verða skyldugreinar í mennta-og háskóla, taka þær fram yfir aðra áfanga sem eru kannski óþarfari. Þannig gætum við lært aftur leikreglurnar sem við töluðum svo mikið um og lærðum svo vel á leikskólaaldri. Að lokum: Siðfræðin og heimspekin bíða eftir að rykið sé dustað af þeim. Þær fara hvorki í manngreinarálit né leita skjóls í skotgröfum ólíkra skoðana og álitamála. Þær mynda jafnvægi milli andstæðinga sem þrátt fyrir allt berjast fyrir því sama. Betra lífi án tillits til þess hver á í hlut. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við reisum heilu kerfin okkar á mælanlegum markmiðum: Hagvexti, framleiðslu, skilvirkni og stöðugum árangri. Í hagfræðikennslu er ekki spurt fyrir hvern hagvöxturinn sé, aðeins hvernig eigi að hámarka hann. Skilningur okkar á hagvexti er reistur á miklum misskilningi sem ýtir undir sundrungu og skortshugsun auk feiknarmikillar hræðslu um að við verðum að skila sífellt meiri afköstum til að við stöndumst kröfur kerfanna. Þau sem sitja eftir í þessum hagvexti — ungt fólk sem ræður ekki við leiguverðið eða þeir sem lenda síðar í skuldagildrum — er sagt að „leggja harðar að sér.“ Það er litið á stöðu þeirra sem ekki blómstra sem persónulegan brest og aumingjaskap en ekki eðli kerfisins. Við tölum um samkeppni sem drifkraft en gleymum að hún skilur alltaf eftir sig tapara. Tapararnir verða bara að sætta sig við tapið og gera betur, vinna meira og hætta vælinu. Á vinnustaðnum sjáum við þetta líka: starfsfólk sem hampar eigin árangri óttast að taka sér tíma frá vinnu til að vera hjá veiku barni. Fólk sem keppir við samstarfsfólk sitt um stöðuhækkanir en saknar gagnkvæms trausts. Við höfum öll séð hvernig þessi hugsun sígur inn í hversdaginn og veikir tengslin á milli okkar. Og stundum er það ekki einu sinni fólk sem segir „nei.“ Það er kerfið sjálft sem hefur orðið - kerfi sem er ekki hannað til að mæta manneskjunni heldur til að flokka og hafna. „The computer says no“ er ekki bara fyndin athugasemd úr Little Britain þáttunum heldur lýsing á því hversu ómanneskjuleg kerfin okkar hafa orðið. Fyrir meðaltöl og mælanleg afköst seljum við siðferðið — og kveikjum á vél sem eyðir sjálfri sér. Það er nóg að lesa fréttirnar til að sjá það. Hvernig komumst við hingað? Þetta var ekki alltaf svona. Fyrri kynslóðir töluðu opinskátt um skyldur gagnvart náunganum. Heiðarleiki, sanngirni og samstaða voru ekki aðeins kennd börnum heldur talin sjálfsögð krafa í samfélaginu. En smám saman, tókum við upp mælikvarða sem létu þessi gildi líta út fyrir að vera óþörf. Við fórum að trúa því að tölur segðu allt. Að markmið væri aðeins raunverulegt ef hægt væri að setja það í Excel-skjal. Við hættum að spyrja hvað væri rétt og sanngjarnt heldur spurðum hvað væri hagkvæmt. Við misstum sjónar á því að hagvöxtur er meira en aukin framleiðni, honum eiga líka að fylgja mannsæmandi lífskjör. Vöxtur krefst þess að þú horfir til allra átta en ekki bara rétt fram fyrir nefið á þér. Að þú sjáir það sem þú forðast að sjá, gefir því rými sem tefur þig og gerir stundum það sem þú þorir ekki að gera en veist innst inni að þú þarft að gera. Kannski þegja þegar hrópað er á þig að tala. Kannski hætta þegar allt segir þér að halda áfram. Þetta er vöxtur í allri sinni dýrð. Allt annað er hraði í hringrás og hefur ekkert með vöxt að gera. Sumir gætu séð þetta sem innri vöxt, en hagfræðin nær einmitt ekki til hjartsláttar hans þeas til bilsins á milli afkastanna, tímans á milli góðæranna. Hvað segir heimspekin okkur ? Við kennum börnum á leikskóla að deila með öðrum, hjálpast að og biðjast afsökunar. Við kennum þeim að velta fyrir sér afleiðingum gjörða sinna og hugsa um aðra. Það er tærasta mynd heimspekinnar. Börnin eru hins vegar svipt henni um leið og þau verða nógu gömul til að „standa sig.“ Kannski væri fyrsta skrefið að færa heimspekina inn í daglegt samtal og inn í menntakerfin? Spyrja: Hver nýtur góðs af kerfinu? Hvað þýðir velgengni ef svo margir njóta hennar ekki? Hvað skuldum við hvert öðru? Við kæmumst kannski ekki að einfaldri niðurstöðu. Við myndum þó muna hvað heldur samfélaginu saman: traust, réttlæti, reisn. Siðfræðin gæti minnt okkur á að hver mælikvarði sem við setjum hefur líka mannlega hlið og afleiðingar. Hún gæti staðið sem mótvægi gagnvart grímulausri skilvirkni og minnt okkur á að það sem er rétt sé ekki alltaf það sem er fljótlegt eða arðbært. Heimspekin gæti opnað rými fyrir spurningar sem eru óþægilegar en nauðsynlegar. Hún gæti kennt okkur að hægja á okkur og horfa ekki aðeins á tölurnar heldur líka á fólkið á bak við tölurnar. Usssssss á ekki að vera siðferðislegt norm. Í mörgum íslenskum fjölskyldum ríkir ósýnilegt samkomulag: ekki ræða það sem raskar rónni. Við höldum áfram að bjóða ættingjanum sem gerir alltaf lítið úr öðrum, annað væri „ókurteisi“. Við segjum við barnið sem upplifði óréttlæti: „Láttu þetta nú ekki trufla þig.“ Við þegjum um sársaukann – og köllum þögnina kurteisi, þroska, jafnvel æðruleysi. Í þessari þögn býr þó siðferðislegt rof. Því hver ver þá sem sannarlega þurfa vernd? Hver talar þegar þögnin hylur brot? Þöggunin virkar eins og samheldni – en hún er ekki reist á heilindum, heldur ótta. Hún er ábreiða yfir „friðinn” en skilur þá eftir sem þurfa sannleikann sinn. Á þennan hátt lærum við svo smátt og smátt að siðferði snýst ekki um rétt og rangt, heldur um það sem fólk þolir að heyra. Við látum það óheyrða verða eðlilegt. Við breytum siðferðislegri ábyrgð í kurteisi. Það sem á vantar er ekki bara hugrekki – heldur innri vissa. Siðfræðin, eða heimspekin, gætu komið þar inn – sem innri vernd. Ekki sem ytri reglur, heldur sem innri vissa: rótfest siðferðisleg skynjun á rétt viðbrögð, jafnvel þegar enginn biður um þau. Slík vissa gæti skapað menningu þar sem þögnin væri ekki lengur sjálfgefin og sannleikurinn ekki talinn ókurteisi. Kannski er lausnin ekki svo flókin? Kannski þurfum við bara að hleypa siðfræðinni og heimspekinni aftur inn — inn í hagfræðina, inn í menntakerfið, inn í öll kerfin okkar. Láta þær verða skyldugreinar í mennta-og háskóla, taka þær fram yfir aðra áfanga sem eru kannski óþarfari. Þannig gætum við lært aftur leikreglurnar sem við töluðum svo mikið um og lærðum svo vel á leikskólaaldri. Að lokum: Siðfræðin og heimspekin bíða eftir að rykið sé dustað af þeim. Þær fara hvorki í manngreinarálit né leita skjóls í skotgröfum ólíkra skoðana og álitamála. Þær mynda jafnvægi milli andstæðinga sem þrátt fyrir allt berjast fyrir því sama. Betra lífi án tillits til þess hver á í hlut. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun