Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2025 23:29 Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari segir klámáhorf og fjárhættuspil normalíserað meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“ Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“
Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira