Semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 10:33 Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, er hér til vinstri og hægra megin er Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands. Á milli þeirra stendur Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu. AP/Mohd Rasfan Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16
Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19