Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 11:39 Kim Yo Jong, systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“