„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2025 23:18 Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns. Vísir/Bjarni Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira