Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2025 09:04 Darri Aronsson er óviss um hvað tekur við en er viss um að meiðslin séu loks að baki. Vísir/Bjarni Darri Aronsson vonast til að komast aftur á handboltavöllinn í haust eftir þrjú ár í atvinnumennsku þar sem hann spilaði ekki neitt. Ítrekuð læknamistök héldu honum utan vallar allan hans tíma í Frakklandi. Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira