Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. júlí 2025 17:15 Berglind Björg jafnaði metin fyrir Breiðablik. Vísir/ÓskarÓ Breiðablik er komið í úrslitaleik Mjólkubikarsins árið 2025 og mun þar mæta FH. Varð það ljóst í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV, 3-2. Sigur heimakvenna í Breiðablik var langt frá því að vera öruggur, en Blikakonur þó komnar í úrslitaleikinn fimmta árið í röð. Um var að ræða leik efsta liðs Bestu deildarinnar, Breiðablik, og efsta liðs Lengjudeildarinnar, ÍBV. Bæði lið höfðu aðeins tapað einum leik hvort í sumar og því varð eitthvað undan að láta. Eins og gefur að skilja komu Blikar inn í leikinn töluvert sigurstranglegri enda besta lið landsins og heilli deild fyrir ofan ÍBV. Eyjakonur hófu leikinn töluvert betur og áttu ágætis rispur. Skilaði það sér strax á tíundu mínútu þegar Kristín Klara Óskarsdóttir komst upp hægri kantinn og kom með þrusu fyrirgjöf sem Alison Lowrey keyrði á og skallaði í netið. Stangar boltann í netið.Vísir/ÓskarÓ Minnstu mátti muna að Alison Lowrey væri búin að skora aftur örfáum mínútum síðar þegar hún slapp ein inn fyrir vörn heimakvenna. Skot hennar var hins vegar arfaslakt og fór nokkuð fram hjá. Eftir þetta hertu Blikakonur tökin og héldu boltanum vel innan liðsins á meðan ÍBV þétti raðirnar. Skilaði það þó litlu hjá Blikum öðru en urmul hornspyrna og stöku hálffæri. Á fertugustu mínútu kom þó besta tilraun Blika þegar Berglind Björg átti skot í slánna á marki ÍBV. Eyjakonur fóru því með eins marks forystu inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn hófst á miklum hvelli, en eftir aðeins fimm mínútur í síðari hálfleik var ÍBV búið að tvöfalda forystu sína. Alison Clark kom þá með frábæra sendingu inn á Olgu Sevcova sem kláraði færið listavel. Tvöfaldaði forystu ÍBV.Vísir/ÓskarÓ Breiðablik minnkaði þó muninn aðeins tveimur mínútum síðar þegar boltinn féll fyrir fætur Elínar Helenu Karlsdóttur í markteig ÍBV eftir hornspyrnu. Var hún í litlum vandræðum með að koma boltanum í netið. Þremur mínútum eftir það mark var allt orðið jafnt, en þá skallaði Berglind Björg fyrirgjöf Andreu Rutar Bjarnadóttur í netið. Þrjú mörk á rúmum fimm mínútum og staðan 2-2. Eyjakonan Berglind Björg.Vísir/ÓskarÓ Eftir þessar rosalegu mínútur þjörmuðu Blikar allhressilega að marki ÍBV og eiginlega ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að bæta marki við. Eitthvað varð þó undan að láta og var það ekki fyrr enn í uppbótatíma sem markið kom. Barbára Sól Gísladóttir skallaði þá hornspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur í netið og úrslitin þar með ráðin. Barbára Sól kom Blikum í úrslit.Vísir/ÓskarÓ Atvik leiksins Sigurmarkið verður að vera atvik leikins. Gangur leiksins frá jöfnunarmarki Blika og fram að sigurmarkinu líktist sögunni um úlfinn sem grísina þrjá. Blikar blésu og blésu á steinhúsið en ekkert gekk. Ólíkt sögunni brást það þó að lokum í leiknum. Stjörnur og skúrkar Allt Eyjaliðið á hrós skilið fyrir þennan leik. Börðust og sýndu flotta takta inn á milli og þá sérstaklega í mörkunum sínum. Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var þeirra öflugasta kona. Hún var sú eina með lífsmarki í Blikaliðinu í fyrri hálfleik og tvær hornspyrnur hennar í síðari hálfleik enduðu með marki. Agla María er fyrirliði Breiðabliks.Vísir/ÓskarÓ Spilamennska Breiðabliks stóran hluta fyrri hálfleiks var óboðleg fyrir verandi Íslandsmeistara. Hún batnaði þó verulega í síðari hálfleik. Dómarar Dómari þessa leiks var Gunnar Freyr Róbertsson. Fannst hann leyfa sumum atvikum í leiknum að lifa þar sem hefði hæglega átt að gríða inn í. Engin stór atvik þó og því kemst hann vel frá sínu ásamt meðdómurum sínum Stemning og umgjörð Þó nokkur hópur Eyjamanna voru mættir í stúkuna um 40 mínútum fyrir leik með fána og fleira tilheyrandi og studdu sínar stelpur allt frá upphitun til leiksloka, enda hægt að fullyrða að um stærsta leik liðsins á tímabilinu væri um að ræða. Ágæt mæting var hjá stuðningsmönnum heimaliðsins. Ekkert vantaði upp á umgjörðina á Kópavogsvelli, enda ein sú besta sem boðið er upp á hér á landi. Jón Ólafur Daníelsson: „Þetta var hræðilegt“ „Ég er svakalega ánægður með leikmennina mína í dag, svakalega sár að ná ekki að vinna þennan leik, þannig að ég verð lengi að ná mér niður,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. Hann sagði einfaldlega það hafa verið hræðilegt þegar Blikar jöfnuðu leikinn á augabragði í síðari hálfleik. „Þetta var hræðilegt.“ Lifðuð þið á lyginni síðustu tuttugu mínúturnar? „Algjörlega, en svo svona þorðu leikmenn að þeir hefðu alveg getu og vilja til þess að fara framar og þá fórum við að fá nokkrar hálffærissóknir. Það þýðir líka bara að þú færð eitthvað í andlitið á móti og við vildum ekki fara í framlengingu. Við höfðum engan áhuga á því, þannig fyrir okkur var það bara að taka sénsinn og reyna að klára þetta í venjulegum leiktíma.“ En hvernig var að máta sig við besta lið landsins verandi að spila í Lengjudeildinni? „Frábært. Við vorum mjög spennt fyrir þessu og leikmenn voru stressaðir en það var líka tilhlökkun og þannig var það líka hjá mér. Ég er náttúrulega með unga leikmenn sem eru búnir að vera horfa upp til þessara stelpna og mæta þeim svo á þeirra heimavelli í þokkabót. Við gátum ekki einu sinni fengið þetta á okkar heimavelli. Þetta var kvíði en stemning.“ Mjólkurbikar kvenna Breiðablik ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti
Breiðablik er komið í úrslitaleik Mjólkubikarsins árið 2025 og mun þar mæta FH. Varð það ljóst í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV, 3-2. Sigur heimakvenna í Breiðablik var langt frá því að vera öruggur, en Blikakonur þó komnar í úrslitaleikinn fimmta árið í röð. Um var að ræða leik efsta liðs Bestu deildarinnar, Breiðablik, og efsta liðs Lengjudeildarinnar, ÍBV. Bæði lið höfðu aðeins tapað einum leik hvort í sumar og því varð eitthvað undan að láta. Eins og gefur að skilja komu Blikar inn í leikinn töluvert sigurstranglegri enda besta lið landsins og heilli deild fyrir ofan ÍBV. Eyjakonur hófu leikinn töluvert betur og áttu ágætis rispur. Skilaði það sér strax á tíundu mínútu þegar Kristín Klara Óskarsdóttir komst upp hægri kantinn og kom með þrusu fyrirgjöf sem Alison Lowrey keyrði á og skallaði í netið. Stangar boltann í netið.Vísir/ÓskarÓ Minnstu mátti muna að Alison Lowrey væri búin að skora aftur örfáum mínútum síðar þegar hún slapp ein inn fyrir vörn heimakvenna. Skot hennar var hins vegar arfaslakt og fór nokkuð fram hjá. Eftir þetta hertu Blikakonur tökin og héldu boltanum vel innan liðsins á meðan ÍBV þétti raðirnar. Skilaði það þó litlu hjá Blikum öðru en urmul hornspyrna og stöku hálffæri. Á fertugustu mínútu kom þó besta tilraun Blika þegar Berglind Björg átti skot í slánna á marki ÍBV. Eyjakonur fóru því með eins marks forystu inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn hófst á miklum hvelli, en eftir aðeins fimm mínútur í síðari hálfleik var ÍBV búið að tvöfalda forystu sína. Alison Clark kom þá með frábæra sendingu inn á Olgu Sevcova sem kláraði færið listavel. Tvöfaldaði forystu ÍBV.Vísir/ÓskarÓ Breiðablik minnkaði þó muninn aðeins tveimur mínútum síðar þegar boltinn féll fyrir fætur Elínar Helenu Karlsdóttur í markteig ÍBV eftir hornspyrnu. Var hún í litlum vandræðum með að koma boltanum í netið. Þremur mínútum eftir það mark var allt orðið jafnt, en þá skallaði Berglind Björg fyrirgjöf Andreu Rutar Bjarnadóttur í netið. Þrjú mörk á rúmum fimm mínútum og staðan 2-2. Eyjakonan Berglind Björg.Vísir/ÓskarÓ Eftir þessar rosalegu mínútur þjörmuðu Blikar allhressilega að marki ÍBV og eiginlega ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að bæta marki við. Eitthvað varð þó undan að láta og var það ekki fyrr enn í uppbótatíma sem markið kom. Barbára Sól Gísladóttir skallaði þá hornspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur í netið og úrslitin þar með ráðin. Barbára Sól kom Blikum í úrslit.Vísir/ÓskarÓ Atvik leiksins Sigurmarkið verður að vera atvik leikins. Gangur leiksins frá jöfnunarmarki Blika og fram að sigurmarkinu líktist sögunni um úlfinn sem grísina þrjá. Blikar blésu og blésu á steinhúsið en ekkert gekk. Ólíkt sögunni brást það þó að lokum í leiknum. Stjörnur og skúrkar Allt Eyjaliðið á hrós skilið fyrir þennan leik. Börðust og sýndu flotta takta inn á milli og þá sérstaklega í mörkunum sínum. Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var þeirra öflugasta kona. Hún var sú eina með lífsmarki í Blikaliðinu í fyrri hálfleik og tvær hornspyrnur hennar í síðari hálfleik enduðu með marki. Agla María er fyrirliði Breiðabliks.Vísir/ÓskarÓ Spilamennska Breiðabliks stóran hluta fyrri hálfleiks var óboðleg fyrir verandi Íslandsmeistara. Hún batnaði þó verulega í síðari hálfleik. Dómarar Dómari þessa leiks var Gunnar Freyr Róbertsson. Fannst hann leyfa sumum atvikum í leiknum að lifa þar sem hefði hæglega átt að gríða inn í. Engin stór atvik þó og því kemst hann vel frá sínu ásamt meðdómurum sínum Stemning og umgjörð Þó nokkur hópur Eyjamanna voru mættir í stúkuna um 40 mínútum fyrir leik með fána og fleira tilheyrandi og studdu sínar stelpur allt frá upphitun til leiksloka, enda hægt að fullyrða að um stærsta leik liðsins á tímabilinu væri um að ræða. Ágæt mæting var hjá stuðningsmönnum heimaliðsins. Ekkert vantaði upp á umgjörðina á Kópavogsvelli, enda ein sú besta sem boðið er upp á hér á landi. Jón Ólafur Daníelsson: „Þetta var hræðilegt“ „Ég er svakalega ánægður með leikmennina mína í dag, svakalega sár að ná ekki að vinna þennan leik, þannig að ég verð lengi að ná mér niður,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. Hann sagði einfaldlega það hafa verið hræðilegt þegar Blikar jöfnuðu leikinn á augabragði í síðari hálfleik. „Þetta var hræðilegt.“ Lifðuð þið á lyginni síðustu tuttugu mínúturnar? „Algjörlega, en svo svona þorðu leikmenn að þeir hefðu alveg getu og vilja til þess að fara framar og þá fórum við að fá nokkrar hálffærissóknir. Það þýðir líka bara að þú færð eitthvað í andlitið á móti og við vildum ekki fara í framlengingu. Við höfðum engan áhuga á því, þannig fyrir okkur var það bara að taka sénsinn og reyna að klára þetta í venjulegum leiktíma.“ En hvernig var að máta sig við besta lið landsins verandi að spila í Lengjudeildinni? „Frábært. Við vorum mjög spennt fyrir þessu og leikmenn voru stressaðir en það var líka tilhlökkun og þannig var það líka hjá mér. Ég er náttúrulega með unga leikmenn sem eru búnir að vera horfa upp til þessara stelpna og mæta þeim svo á þeirra heimavelli í þokkabót. Við gátum ekki einu sinni fengið þetta á okkar heimavelli. Þetta var kvíði en stemning.“