„Komið nóg af áföllum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 20:30 Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ívar Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira