Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 09:11 Sakborningar neituðu sök við þinglýsingu málsins en játuðu skýlaust fyrir dómi í júlí. Vísir/Vilhelm Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar. Dómsmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar.
Dómsmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira