Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 14:14 Áður en gengið er út í Reynisfjöru blasir við þetta skilti með litakóða sem byggir á ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Vísir/Vilhelm Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru. Þar er farið yfir það starf sem hefur verið unnið til að auka öryggi í fjörunni. Starfshópur á vegum ferðamálaráðherra hafi komið saman árið 2022 vegna öryggismála í Reynisfjöru. Þar hafi verið fulltrúar frá landeigendum í Reynisfjöru, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, almannavarnardeild Lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjörg, Mýrdalshreppi og Samtökum ferðaþjónustunnar. Starfshópurinn hafi skilað af sér skýrslu auk þess sem ráðist var í átak í merkingum og upplýsingagjöf um hætturnar í Reynisfjöru, bæði með merkingum á staðnum og upplýsingum á netinu. Þá hafi löggæslumyndavélum verið komið fyrir á mastri í fjörukambinum og ljósaskilti þar sem litur ljósa fer eftir ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Jafnframt segir í tilkynningunni að í fyrr hafi bílastæði í Reynisfjöru verið malbikuð og merkt til að auka umferðaröryggi og salernum verið fjölgað. Útsýnispallur hafi verið byggður á fjörukambinum þaðan sem hægt er að horfa á brimið og njóta stuðlabergsins í öruggri fjarlægð. „Á þessari öld hafa nú fjórir einstaklingar lent í sjónum og drukknað við Reynisfjöru og tveir einstaklingar látist af slysförum. Þegar brimið ber stuðlabergið myndast mikið frásog sem engin ræður við, lendi hann í sjónum við slíkar aðstæður,“ segir í tilkynningunni. Þegar aðstæður séu eins og þær voru í gær mælist landeigendur til að fólk stoppi á útsýnispallinum og fari ekki lengra. „Við sendum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Viðbragðsaðilar eiga þakkir skildar fyrir sín góðu óeigingjörnu störf. Öryggi gesta er okkur efst í huga og munum við nú leggjast yfir hvað við getum gert betur til að upplýsa þá sem heimsækja okkar fallegu fjöru,“ segir í lok tilkynningar. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru. Þar er farið yfir það starf sem hefur verið unnið til að auka öryggi í fjörunni. Starfshópur á vegum ferðamálaráðherra hafi komið saman árið 2022 vegna öryggismála í Reynisfjöru. Þar hafi verið fulltrúar frá landeigendum í Reynisfjöru, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, almannavarnardeild Lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjörg, Mýrdalshreppi og Samtökum ferðaþjónustunnar. Starfshópurinn hafi skilað af sér skýrslu auk þess sem ráðist var í átak í merkingum og upplýsingagjöf um hætturnar í Reynisfjöru, bæði með merkingum á staðnum og upplýsingum á netinu. Þá hafi löggæslumyndavélum verið komið fyrir á mastri í fjörukambinum og ljósaskilti þar sem litur ljósa fer eftir ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Jafnframt segir í tilkynningunni að í fyrr hafi bílastæði í Reynisfjöru verið malbikuð og merkt til að auka umferðaröryggi og salernum verið fjölgað. Útsýnispallur hafi verið byggður á fjörukambinum þaðan sem hægt er að horfa á brimið og njóta stuðlabergsins í öruggri fjarlægð. „Á þessari öld hafa nú fjórir einstaklingar lent í sjónum og drukknað við Reynisfjöru og tveir einstaklingar látist af slysförum. Þegar brimið ber stuðlabergið myndast mikið frásog sem engin ræður við, lendi hann í sjónum við slíkar aðstæður,“ segir í tilkynningunni. Þegar aðstæður séu eins og þær voru í gær mælist landeigendur til að fólk stoppi á útsýnispallinum og fari ekki lengra. „Við sendum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Viðbragðsaðilar eiga þakkir skildar fyrir sín góðu óeigingjörnu störf. Öryggi gesta er okkur efst í huga og munum við nú leggjast yfir hvað við getum gert betur til að upplýsa þá sem heimsækja okkar fallegu fjöru,“ segir í lok tilkynningar.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?