Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Andri Már Eggertsson skrifar 6. ágúst 2025 21:40 Norðmaðurinn Stokke bjargaði stigi fyrir heimamenn. Vísir/Diego Afturelding og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Gestirnir komust yfir með marki frá Jeppe Pedersen og voru yfir í hálfleik. Heimamenn sýndu mikla yfirburði í síðari hálfleik sem skilaði einu marki og voru óheppnir að skora ekki fleiri. Það var orka og kraftur í heimamönnum til að byrja með sem skilaði færi strax á annari mínútu þar sem Elmar Kári Enesson Cogic fór illa með gott færi nálægt markinu. Jeppe Pedersen átti fyrst skot sem Jökull varði en náði frákastinu og skoraðiVísir/Pawel Cieslikiewicz Gestirnir brutu hins vegar ísinn á fjórtándu mínútu þar sem Diego Montiel átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar þar sem Jeppe Pedersen komst einn á móti markmanni en lét verja frá sér í fyrstu tilraun en fékk boltann aftur og skoraði. Í gær varð Patrick Pedersen markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar en hann er bróðir Jeppe og virðist hafa gefið honum innblástur. Jeppe Pedersen var ánægður með markiðVísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn náðu aftur völdum á leiknum á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks en fóru illa með góðar stöður og staðan var 0-1 í hálfleik. Afturelding - Vestri Besta Deild Karla Sumar 2025Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn voru töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fengu verðskuldaða vítaspyrnu á 77. mínútu. Benjamin Stokke tók vítið og skoraði af öryggi þar sem hann renndi boltanum í vinstra hornið. Benjamin Stokke skoraði úr vítinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Í stöðunni 1-1 reyndu leikmenn Aftureldingar allt sem þeir gátu til að gera sigurmarkið og á 88, mínútu bjargaði Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður Vestra, á marklínu. Leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Eiður Aron Sigurbjörnsson var ekki nógu heill til þess að byrja leikinn í vörn Vestra en kom inn á sem varamaður og bjargaði sínum mönnum á ögurstundu þegar boltinn var á marklínu en Eiður rétt náði að skófla boltanum frá markinu. Stjörnur og skúrkar Diego Montiel, leikmaður Vestra, á heima í báðum flokkunum. Diego lagði upp mark Vestra og var að skapa usla í fyrri hálfleik þar sem hann átti meðal annars skot í þverslána. Í síðari hálfleik gaf hann vítaspyrnu sem reyndist eina mark Aftureldingar. Hrannar Snær Magnússon var sem fyrr allt í öllu í leik Aftureldingar og fiskaði meðal annars vítaspyrnu. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leik kvöldsins. Það voru tvö mjög stór atvik í leik kvöldsins. Í stöðunni 0-1 skoraði Vestri annað mark en flaggið fór á loft sem var ansi tæpt og erfitt að greina úr blaðamannastúkunni. Afturelding fékk vítaspyrnu þegar Hrannar Snær var í baráttu við Diego Montiel inn í vítateig og Vilhjálmur dæmdi réttilega vítaspyrnu. Stemning og umgjörð Það var blásið til veislu í Mosfellsbænum. Malbikstöðin bauð frítt á leikinn og stemningin og umgjörðin var til fyrirmyndar. Það var góð stemning á leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var fjölskylduhátíð í Hlégarði, Steindi Jr tók lagið og lukkudýrið Ísfuglinn lét sjá sig svo eitthvað sé nefnt. „Búið að mála Aftureldingu sem okkar erkifjendur“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var nokkuð sáttur með stigið miðað við hvernig síðari hálfleikur spilaðist þar sem Afturelding var betri aðilinn. „Miðað við síðari hálfleik get ég verið sáttur með stigið. Vissulega var tekið mark af okkur sem hefði klárað þennan leik að ég held. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik en Afturelding töluvert sterkari í síðari hálfleik og við vorum klaufar að hlaða ekki batteríin milli þess að við vorum að verjast og við héldum illa í boltann sem orsakaði það að við náðum ekki að klára leikinn þegar við fengum tækifæri til.“ Aðspurður út í atvikið þar sem Vestri skoraði annað mark en markið fékk ekki að standa vegna rangstöðu. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Fyrir mér leit þetta ekki út fyrir að vera rangstaða og þetta var gríðarlega tæpt en ef þetta var rangstaða var þetta mjög vel dæmt því þetta var það tæpt í mínum augum.“ „Við vorum að spila á erfiðum útivelli og við spiluðum fullkominn leik þangað til við fengum á okkur klaufalegt víti. Ég held að þetta sé víti samkvæmt reglunum og eftir að þeir skoruðu úr vítinu tóku þeir völdin og það var meðbyr með þeim.“ Davíð sagði að lokum að það væri búið að mála þessi lið upp sem erkifjendur og að spennustigið hafi verið hátt. „Ef við eigum einhverja erkifjendur þá er búið að mála Aftureldingu sem okkar erkifjendur út af þessum leik og þessari fortíð. Spennustigið var hátt og mér fannst það full hátt hjá mínum mönnum,“ sagði Davíð að lokum. Besta deild karla Afturelding Vestri
Afturelding og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Gestirnir komust yfir með marki frá Jeppe Pedersen og voru yfir í hálfleik. Heimamenn sýndu mikla yfirburði í síðari hálfleik sem skilaði einu marki og voru óheppnir að skora ekki fleiri. Það var orka og kraftur í heimamönnum til að byrja með sem skilaði færi strax á annari mínútu þar sem Elmar Kári Enesson Cogic fór illa með gott færi nálægt markinu. Jeppe Pedersen átti fyrst skot sem Jökull varði en náði frákastinu og skoraðiVísir/Pawel Cieslikiewicz Gestirnir brutu hins vegar ísinn á fjórtándu mínútu þar sem Diego Montiel átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar þar sem Jeppe Pedersen komst einn á móti markmanni en lét verja frá sér í fyrstu tilraun en fékk boltann aftur og skoraði. Í gær varð Patrick Pedersen markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar en hann er bróðir Jeppe og virðist hafa gefið honum innblástur. Jeppe Pedersen var ánægður með markiðVísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn náðu aftur völdum á leiknum á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks en fóru illa með góðar stöður og staðan var 0-1 í hálfleik. Afturelding - Vestri Besta Deild Karla Sumar 2025Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn voru töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fengu verðskuldaða vítaspyrnu á 77. mínútu. Benjamin Stokke tók vítið og skoraði af öryggi þar sem hann renndi boltanum í vinstra hornið. Benjamin Stokke skoraði úr vítinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Í stöðunni 1-1 reyndu leikmenn Aftureldingar allt sem þeir gátu til að gera sigurmarkið og á 88, mínútu bjargaði Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður Vestra, á marklínu. Leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Eiður Aron Sigurbjörnsson var ekki nógu heill til þess að byrja leikinn í vörn Vestra en kom inn á sem varamaður og bjargaði sínum mönnum á ögurstundu þegar boltinn var á marklínu en Eiður rétt náði að skófla boltanum frá markinu. Stjörnur og skúrkar Diego Montiel, leikmaður Vestra, á heima í báðum flokkunum. Diego lagði upp mark Vestra og var að skapa usla í fyrri hálfleik þar sem hann átti meðal annars skot í þverslána. Í síðari hálfleik gaf hann vítaspyrnu sem reyndist eina mark Aftureldingar. Hrannar Snær Magnússon var sem fyrr allt í öllu í leik Aftureldingar og fiskaði meðal annars vítaspyrnu. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leik kvöldsins. Það voru tvö mjög stór atvik í leik kvöldsins. Í stöðunni 0-1 skoraði Vestri annað mark en flaggið fór á loft sem var ansi tæpt og erfitt að greina úr blaðamannastúkunni. Afturelding fékk vítaspyrnu þegar Hrannar Snær var í baráttu við Diego Montiel inn í vítateig og Vilhjálmur dæmdi réttilega vítaspyrnu. Stemning og umgjörð Það var blásið til veislu í Mosfellsbænum. Malbikstöðin bauð frítt á leikinn og stemningin og umgjörðin var til fyrirmyndar. Það var góð stemning á leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var fjölskylduhátíð í Hlégarði, Steindi Jr tók lagið og lukkudýrið Ísfuglinn lét sjá sig svo eitthvað sé nefnt. „Búið að mála Aftureldingu sem okkar erkifjendur“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var nokkuð sáttur með stigið miðað við hvernig síðari hálfleikur spilaðist þar sem Afturelding var betri aðilinn. „Miðað við síðari hálfleik get ég verið sáttur með stigið. Vissulega var tekið mark af okkur sem hefði klárað þennan leik að ég held. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik en Afturelding töluvert sterkari í síðari hálfleik og við vorum klaufar að hlaða ekki batteríin milli þess að við vorum að verjast og við héldum illa í boltann sem orsakaði það að við náðum ekki að klára leikinn þegar við fengum tækifæri til.“ Aðspurður út í atvikið þar sem Vestri skoraði annað mark en markið fékk ekki að standa vegna rangstöðu. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Fyrir mér leit þetta ekki út fyrir að vera rangstaða og þetta var gríðarlega tæpt en ef þetta var rangstaða var þetta mjög vel dæmt því þetta var það tæpt í mínum augum.“ „Við vorum að spila á erfiðum útivelli og við spiluðum fullkominn leik þangað til við fengum á okkur klaufalegt víti. Ég held að þetta sé víti samkvæmt reglunum og eftir að þeir skoruðu úr vítinu tóku þeir völdin og það var meðbyr með þeim.“ Davíð sagði að lokum að það væri búið að mála þessi lið upp sem erkifjendur og að spennustigið hafi verið hátt. „Ef við eigum einhverja erkifjendur þá er búið að mála Aftureldingu sem okkar erkifjendur út af þessum leik og þessari fortíð. Spennustigið var hátt og mér fannst það full hátt hjá mínum mönnum,“ sagði Davíð að lokum.