„Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2025 09:00 Elísa Kristinsdóttir, hlaupakona. Vísir/Ívar Elísa Kristinsdóttir kom sá og sigraði í Gyðjuhlaupinu, fjallahlaupi við Akureyri, um helgina. Hún bætti fyrra met í hlaupinu um heilar 90 mínútur. Hún trúði því vart hversu góður tími hennar var. Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira